Bílaþvottur í Borgarnesi

Næstkomandi laugardag, 27. mars ætla krakkar úr 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi að bjóða upp á bílaþvott og bón í húsnæði BM Vallár í Borgarnesi. Opið verður frá kl. 9.00 – 17.00 og munu krakkarnir njóta liðsinnis foreldra sinna. Auglýsingu má nálgast hér.  

Grunnskóli Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri

Kátir skólakrakkarSkólaráð Grunnskóla Borgarfjarðar hefur, að tillögu skólastjóra, samþykkt eftirfarandi breytingar á skóladagatali: Páskafrí verður frá og með föstudeginum 26. mars í Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri og á Kleppjárnsreykjum. Kennsla hefst á ný þriðjudaginn 6. apríl. Árshátíð 1. -7. bekkja á Kleppjárnsreykjum verður 25. mars. Árshátíð á Hvanneyri verður frestað fram í maí, nánar auglýst síðar. Árshátíð unglingastigs verður einnig …

Spörum heita vatnið – aðalveituæðar

Vegna vinnu við tengingu aðveituæðar frá Deildartungu til Akraness má búast við lægri þrýstingi á heita vatninu hjá notendum í Borgarnesi og á Akranesi í dag og á morgun. Orkuveita Reykjavíkur biður notendur um að fara sparlega með heita vatnið svo komast megi hjá vatnsskorti.  

Úthlutað úr Menningarsjóði Borgarbyggðar – 2010

Á fundi Menningarsjóð Borgarbyggðar þann 8. mars síðastliðinn var úthlutað úr sjóðnum fyrir árið 2010. Fjölmargar umsóknir bárust en ekki reyndist unnt að styðja við alla þá menningarviðburði sem áætlaðir eru. Úthlutað var 1.650.000kr. og stjórn Menningarsjóðsins ákvað að veita eftirfarandi styrki á árinu 2010:     Aðventutónleikar, NN f.h. Kóraborgar 50.000 Borgfirsk alþýðulist, Arndís Ásta Gestsdóttir, Ólöf S. Davíðsdóttir …

Sundlaugin í Borgarnesi – Útisvæði lokað!

Vegna viðgerða Orkuveitu Reykjavíkur á aðalæð hitaveitunnar verður útisvæði sundlaugarinnar í Borgarnesi lokað í dag, fimmtudaginn 18. mars frá kl. 10.00 – 17.00. Lokunin hefur ekki áhrif á aðra starfsemi í íþróttamiðstöðinni og innilaugin verður opin.  

Köttur í óskilum 2010-03-16

Óskilaköttur er í vörslu dýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar. Þetta er ómerktur, gulur og hvítur högni, trúlega nokkuð gamall. Hann var handsamaður við Gunnlaugsgötu 12 í Borgarnesi. Ef einhver kannast við köttinn er sá hinn sami beðinn að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa í síma 433 7100.  

Eftirlitsnefndin aðhefst ekki frekar í málefnum Borgarbyggðar að svo stöddu

Undanfarna mánuði hefur Borgarbyggð verið meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa verið til sérstakrar skoðunar hjá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna rekstrarniðurstöðu ársins 2008 og skuldsetningar. Frá árslokum 2008 hefur verið unnið markvisst að því að draga úr rekstarkostnaði sveitarfélagsins og lækka skuldir. Þessar aðgerðir hafa skilað árangri og áfram er unnið að endurfjármögnun mennta- og menningarhússins í Borgarnesi. Nýverið skilað Borgarbyggð áætlunum …

Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs

Borgarbyggð auglýsir hér með eftir umsóknum vegna úthlutunar á styrkjum til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs fyrir árið 2010 fyrir félög starfandi í Borgarbyggð. Um styrki geta sótt félög og aðilar sem sinna íþrótta-, æskulýðs – og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 30. mars næstkomandi. Sjá úthlutunarreglur hér.  

Stofnfundur deildar Garðyrkjufélags Íslands

Í kvöld mánudaginn 15. mars kl. 20.00 verður stofnfundur deildar Garðyrkjufélags Íslands fyrir póstnúmerin 311 og 320 á Kollubar á Hvanneyri. Félagar á svæðinu eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Nýir félagar velkomnir.    

Aðalfundur leikdeildar Skallagríms

Aðalfundur leikdeildar Ungmennafélagsins Skallagríms verður haldinn í félagsheimilinu Lyngbrekku sunnudaginn 21. mars næstkomandi. Venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn hefst kl. 17.00. Stjórn leikdeildar Skallagríms