Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2010

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2010. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2010 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Reglur og umsóknareyðublöð liggja frammi …

Kvenfélag Þverárhliðar tekur yfir rekstur samkomuhússins við Þvérárrétt

Nýlega var undirritaður samningur á milli Borgarbyggðar og Kvenfélags Þverárhlíðar um að kvenfélagið taki yfir rekstur samkomuhússins við Þverárrétt. Kvenfélagið hefur um árbil tekið verulegan þátt í rekstri hússins, auk þess sem þær hafa staðið fyrir ýmsum viðburðum í húsinu. Kvenfélagið hefur í hyggju að auka nýtingu hússins ennfrekar bæði hvað varðar ferðaþjónustu og hefðbundna starfsemi. Þessi samningur er tilraunaverkefni …

Lokað vegna viðgerða

Athugið Íþróttamiðstöðin Borgarnesi verður lokuð mánudaginn 17. maí – fimmtudags 20. maí n.k. vegna lagningar gólfefna og málningarvinnu á böðum. Opnum aftur föstudag 21. maí kl. 6.30.   N.B. The swimming pool in Borgarnes will be closed from Mon. 17nd May to Thu. 20nd May because of maintenance. Reopening Fri. 21nd May at 6:30 a.m.   Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.  

Kaupmannsheimilið – sýning opnuð í dag

Hluti sýningarinnar_gjSögusýningin Kaupmannsheimilið verður opnuð í Safnahúsi í dag miðvikudaginn 12. maí. Um er að ræða einstakt safn gagna og muna úr eigu fjölskyldu Jóns Björnssonar frá Bæ og Helgu Maríu Björnsdóttur konu hans og er uppistaðan rausnargjöf sem söfnunum barst fyrir nokkru. Jón frá Bæ stundaði kaupmennsku í Borgarnesi á fyrstu áratugum 20. aldar og var heimili þeirra hjóna …

Þvegið og bónað í Borgarnesi

Næstkomandi fimmtudag, 13. maí (Uppstigningardag) ætla krakkar úr 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi að bjóða upp á bílaþvott og bón í húsnæði BM Vallár í Borgarnesi. Opið verður frá kl. 9.00 – 15.00 og munu krakkarnir njóta liðsinnis foreldra sinna. Auglýsingu má nálgast hér.  

Tilboð í sorphirðu

Opnun tilboða í útboðsverkið “Sorphirða á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi” Þriðjudaginn 4. maí síðastliðinn voru opnuð tilboð í sorphirðu í fyrrgreindum sveitarfélögum. Fjögur tilboð bárust í verkið og eru þau sem hér segir: 1. Íslenska Gámafélagið ehf. kr. 496.074.584,- 2. Vélamiðstöðin ehf. kr. 532.115.824,- 3. AK flutningar ehf. kr. 595.764.455,- 4. Gámaþjónusta Vesturlands ehf. kr. 602.903.526,- Verktími í …

Vortónleikar Tónlistarskólans

Senn líður að vortónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar en hún hefst mánudaginn 10. maí næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í Tónlistarskólanum að Borgarbraut 23 í Borgarnesi og í félagsheimilinu Logalandi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Fyrstu tónleikarnir verða í Tónlistarskólanum á mánudag kl. 16.30. Næstu tónleikar verða: Mánudaginn 10. maí kl. 18.00 í Tónlistarskólasal Borgarnesi Mánudaginn 10. maí kl. 20.00 í …

Knattspyrnudeild Skallagríms – Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Frá knattspyrnudeild Skallagríms: Kynningarfundur – fimmtudaginn 6. maí kl. 20.30 Knattspyrnudeild Skallagríms heldur opinn kynningarfund í Menntaskóla Borgarfjarðar, stofu 203, fimmtudaginn 6. maí kl. 20.30. Fundarefni: Knattspyrnudeild Skallagríms „Fyrirmyndardeild ÍSÍ“, afhending viðurkenningar. Kynning á „Fyrirmyndardeildinni“, nýrri handbók og nýju skipulagi. Undirskrift styrktarsamninga. Þjálfarar kynna sumarstarfið, skráning á æfingar, samningar, nýjir búningar sýndir og fleira. Við hvetjum alla til að mæta …

Hjólað í vinnuna

Keppnin ,,Hjólað í vinnuna” hófst í dag 5. maí og stendur til 25. maí. Starfsmenn ráðhússins í Borgarnesi taka þátt og er liðið skráð undir heitinu Ráðhúsgengið. Núna eru skráðir til keppni 10 af 19 starfsmönnum, en vonir eru bundnar við að þeir sem ekki eru búnir að skrá sig til keppni geri það á næstu dögum. Hægt er að …

Aðalfundur Dvalarheimilisins var 20. apríl

Stjórn DABAðalfundur Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi vegna rekstrarársins 2009 var haldinn í húsakynnum heimilisins þriðjudaginn 20. apríl síðastliðinn. Þar flutti formaður stjórnar, Magnús B. Jónsson, skýrslu stjórnar. Komu þar fram einlægar þakkir stjórnar til starfsmanna heimilisins fyrir gott og fórnfúst starf í þágu heimilisins. Rekstur heimilisins á árinu 2009 kom vel út og skilaði hagnaði frá reglubundnum rekstri. Velta heimilisins …