Þroskaþjálfa vantar í leikskólann Klettaborg

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir þroskaþjálfa frá 1. september 2010. Um er að ræða 68,75% stöðu, vinnutími kl. 10.00-16.00 (30 mín. matarhlé). Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða – 6 ára. Megináhersluatriði leikskólans eru samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir jákvæðni, færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sjálfstæði …

Nýr samningur um sorphirðu

Föstudaginn 6. ágúst síðastliðinn var undirritaður verksamningur milli Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps annars vegar og Íslenska Gámafélagsins ehf. hins vegar, um sorphirðu, rekstur móttökustöðva og ráðstöfun þess sorps sem til fellur. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um endanlega staðfestingu sveitarstjórna. Samningurinn sem er til fimm ára tekur gildi 1. september næstkomandi og rennur út 31. ágúst 2015. Þó er …

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir matráði

Matráð vantar í 50% stöðu við Grunnskóla Borgarfjarðar, Hvanneyrardeild næsta skólaár. Allar nánanri upplýsingar veitir skólastjóri Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir í síma 847-9262/430 1504, netfang: inga@varmaland.is eða Steinunn Fjóla Benidiktsdóttir deildarstjóri sími 437-0009 / 8477-725, netfang: fjola@gbf.is.  

Leikskólakennara vantar á leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal

Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal er laus staða leikskólakennara frá og með 23. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara.   Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinu 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn.   Menntunar og hæfniskröfur: – Leikskólakennaramenntun – Færni í mannlegum samskiptum – Sjálfstæð vinnubrögð – …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2010

Íbúar Borgarbyggðar eru minntir á að senda inn tilnefningar fyrir 10. ágúst um hverjir eigi að þeirra mati að hljóta umhverfisviðurkenningarnar í ár. Dreifibréf var sent út til allra íbúa fyrir tæpum tveimur vikum síðan þar sem fram komu frekari upplýsingar. Það dreifibréf má einnig nálgast hér.   Hér má sjá hverjir hafa hlotið viðurkenningarnar undanfarin ár.  

Glæsilegu unglingalandsmóti í Borgarnesi lokið

Um síðustu helgi fór Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands fram í Borgarnesi. Undirbúningur fyrir mótið var stuttur og snarpur, en mótshaldar höfðu aðeins rúmt hálft ár til undirbúnings. Allur undirbúningar gekk afar vel, enda markviss og vel skipulagður af unglingslandsmótsnefnd og starfsmönnum mótsins. Mótshaldið sjálft fór fram í blíðskaparveðri sem skapaði frábæra umgjörð um mótið og það var afar ánægjulegt að heyra …

Veðurblíða á Unglingalandsmóti

Einmuna veðurblíða hefur verið á Vesturlandi um helgina og hafa íbúar og gestir Unglingalandsmótsins notið þess. Mótið hefur farið mjög vel fram og almenn ánægja hjá þeim sem að því standa. Talið er að um 15.000 manns séu á mótinu þó erfitt sé að telja það nákvæmlega. Keppni lýkur í dag og eru úrslit einstakra greina uppfærð á heimasíðu mótsins. …

Unglingalandsmótið hafið

Mikill fjöldi keppenda og gesta er nú kominn á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi og nágrenni um verslunarmannahelgina. Veðrið hefur leikið við gesti og var um 20 stiga hiti og logn um hádegið í dag. Umferð um svæðið er mikil og eru mótshaldarar í nánu samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu. Lögð er rík áhersla á að gestir fari …

Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi

Um verslunarmannahelgina fer 13. Unglingalandsmót UMFÍ fram í Borgarnesi og nágrenni. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í vetur er staðsetning mótsins var ákveðin. Mikill fjöldi hefur komið að undirbúningnum en það er Ungmennasamband Borgarfjarðar sem er mótshaldari í samvinnu við UMFÍ og Borgarbyggð. Formaður landsmótsnefndar er Björn Bjarki Þorsteinsson en Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri mótsins og Margrét Baldursdóttir …

Fjallhús í Borgarbyggð

ÁlftakróksskáliÍ eigu Borgarbyggðar eru nokkur fjallhús vítt og breytt um sveitarfélagið. Flest eru þau notuð sem leitarmannaskálar á haustin en hægt er að fá gistingu fyrir einstaklinga og hópa á öðrum tíma. Húsin eru mismikið notuð enda aðgengi vegna staðsetningar misjafnt. Skálarnir á Arnarvatnsheiði og við Hítarvatn og Langavatn hafa t.d. notið mikilla vinsælda hjá göngu- og hestahópum. Hægt er …