Bæklingur um félagsstarf eldri borgara

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og Félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni hafa gefið út bækling með upplýsingum um vetrardagskrá félaganna. Bæklingurinn verður borinn í hús en hann má einnig skoða hér.  

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar voru afhentar í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar eru veittar árlega og auglýst er eftir tilnefningum á hverju vori. Fenginn er hópur fólks til að skoða þá staði sem tilnefndir eru. Sá hópur leggur fram tillögu til umhverfisnefndar um hver eigi að hljóta viðurkenningu í hverjum flokki. Að þessu sinni bárust 15 tilnefningar og …

Íbúafundur í kvöld um breytingar á sorphirðu í Borgarbyggð. Í lok fundar verða umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar veittar

Í kvöld, fimmtudaginn 23. september verður haldinn íbúafundur um breytingar á sorphirðu í Borgarbyggð, kl. 20:00 í Menntaskólanum í Borgarnesi. Sjá hér auglýsingu sem send var sem dreifibréf á öll heimili í sveitarfélaginu.   Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar verða veittar í lok fundar. Allir þeir sem tilnefningu fengu hafa verið boðaðir á fundinn.  

Fræðslufundur um ADHD

Í tilefni af vitundarviku ADHD samtakanna verður boðið upp á opinn fund í Mennta- og menningarsal Borgarbyggðar þriðjudaginn 21. september kl. 20:00. Fyrirlesari er Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Gylfi hefur sérhæft sig í ADHD röskunum, einkennum þeirra og hagnýtri rágjöf fyrir aðstandendur og skóla. Aðangur er ókeypis og öllum opinn.  

Umhvefisvæn og landbúnaðartengd ferðaþjónusta

Vinnusmiðja um umhverfisvæna og landbúnaðartengda ferðaþjónustu verður í Skemmunni á Hvanneyri þriðjudaginn 21. september næstkomandi og hefst kl. 13.00. Meðal fyrirlesara verða Ragnhildur Sigurðardóttir lektor við LBHÍ, Þorsteinn Guðmundsson prófessor við LBHÍ, Gísli Einarsson fréttamaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir ferðaþjónustubóndi, Áskell Þórisson útgáfu og kynningarstjóri LBHÍ og Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir aðjúnkt við Háskólann á Hólum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. …

Sælir eru sauðir og blessaðir því þeir munu landið bíta

Fréttatilkynning: Í samræmi við ályktun frá Landssamtökum fjárfesta og vegna stigvaxandi þrýstings frá ýmsum hagsmunasamtökum, s.s. ESB, BSRB, ADSL, SMS, MSN, LSD, Breska fjármálaráðuneytinu, Samtökum Sláturleyfishafa í Suður Wales, Félagi Hollenskra innistæðueigenda og Lögreglukórnum, hefur verið ákveðið að halda Sauðamessu í Borgarnesi laugardaginn 9. oktober á þessu ári. Að messunni standa áhugamenn um almennan sauðshátt og sauðfjárbændur í Borgarfirði og …

Samgönguvika

Samgönguvika hófst í dag og af því tilefni hefur verið opnuð sérstök heimasíða, http://samgonguvika.is/. Síðan er unnin í samvinnu umhverfisráðuneytisins og þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í Samgönguviku að þessu sinni. Á síðunni er til dæmis hægt að skoða dagskrá Samgönguviku 16.-22. september, lesa fréttir af viðburðum vikunnar og taka þátt í getraun þar sem hægt er að vinna reiðhjól …

Lið Borgarbyggðar í Útsvari

Spurningaþátturinn Útsvar hefur nú göngu sína á ný í sjónvarpinu. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá föstudagskvöldið 17. september næstkomandi. Lið Borgarbyggðar mun þá mæta liði Hafnarfjarðar. Í liði Borgarbyggðar verður það einungis Stefán Einar Stefánsson sem snýr aftur á skjáinn en með honum keppa að þessu sinni þau Ingibjörg Jónsdóttir deildarstjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar og Sveinbjörn Eyjólfsson framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ. …

Kynningarfundur um málefni mennta- og menningarhússins

Fimmtudaginn 16. september næstkomandi verður haldinn kynningarfundur um kaup Borgarbyggðar á mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut 54 í Borgarnesi. Málefnið verður kynnt og almennar umræður. Fundurinn verður haldinn í mennta- og menningarhúsinu og hefst kl. 20.30. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn. Sveitarstjórn Borgarbyggðar  

Léttari skipulagsgögn

Nokkrar ábendingar hafa borist frá íbúum Borgarbyggðar vegna aðalskipulagsgagna á heimasíðu sveitarfélagsins. Gögnin hafa verið of þung fyrir heimilstölvur. Nú höfum við fengið léttari gögn frá Landlínum og vonum að vandamálið sé úr sögunni. Íbúar eru hvattir til að kynna sér skipulagstillögurnar. Auglýsing um skipulag: Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 skv. 18. gr. skipulags- …