Heimasíður Óðals og Mímis lagðar niður

Heimasíðum Óðals og Mímis ungmennahúss hefur verið lokað í sparnaðarskyni. Þróun hefur verið sú að Facebook síður hafa tekið við þessu hlutverki og hýsa nú að mestu skilaboð, myndir og annað sem starfi unglinga og ungmenna tilheyrir. Báðar þessar slóðir munu opnast áfram fyrst um sinn beint inn á síðu Borgarbyggðar þar sem upplýsingar er að finna um félagsmiðstöðvar og …

Hundahreinsun – ekki strax!

Nokkur misskilningur virðist vera uppi um að nú um næstu helgi eigi að fara fram hundahreinsun í Borgarbyggð. Því vill umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar koma því á framfæri að hundahreinsunin verður í lok þessa mánaðar eða í byrjun þess næsta og verður rækilega auglýst þegar nær dregur.  

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsársins 2011.   Áherslur Menningarráðs vegna styrkveitinga eru eftirfarandi:   * Verkefni sem draga fram sérkenni og menningu Vesturlands. * Verkefni sem styðja menningartengda ferðaþjónustu og auka atvinnu. * Menningarstarf sem stuðlar að nýsköpun,eykur listrænt starf og frumkvöðlastarf. * Verkefni sem eflir samstarf milli svæða í menningarmálum og menningarferðaþjónustu. *Verkefni sem hvetja …

Skemmtilegir samspilstónleikar

Frá tónleikunum_OHRSíðastliðinn þriðjudag voru haldnir samspilstónleikar í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar komu fram nemendur skólans ásamt kennurum sem hafa verið að æfa samspil og samsöng nú á haustdögum. Flutt voru mjög fjölbreytt tónlistaratriði, meðal annars kom fram söngtríó, leikið var sexhent á píanó og nokkur bönd sem samanstóðu af blásurum, gítarleikurum og píanóleikurum komu einnig fram. Gestir tóku lagið og boðið …

Borgfirskir rithöfundar kynntir í Safnahúsi

Í síðustu viku kom hópur eldri borgara frá Akranesi í sérstökum erindagjörðum í Safnahús. Um var að ræða bókmenntaklúbb, sem hafði beðið um kynningu á þremur borgfirskum skáldum, þeim Guðmundi Böðvarssyni, Þorsteini frá Hamri og Böðvari Guðmundssyni. Af þessu tilefni var sett upp sérstök dagskrá fyrir hópinn þar sem flutt voru erindi, lesnir upp textar og hlustað á tóndæmi. Að …

Yfirlýsing frá sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af framkomnum hugmyndum um innlimun Háskólans á Bifröst í Háskólann í Reykjavík. Tillögurnar fela í sér að háskólanám á Bifröst muni leggjast af og það nám sem eftir stendur mun veikjast verulega. Fjöldi starfa mun flytjast frá Borgarfirði til Reykjavíkur og héraðið mun missa einn af sínum mikilvægustu vinnustöðum. Menntastofnanir eru ein af grunnstoðum …

Æfingar í ungbarnasundi

Þrátt fyrir smá kuldakast þá mæta þau yngstu í ungbarnasundið sitt og gera æfingarnar sínar sem leggja grunninn að jafnvægi og lífsleikni seinna meir. Á myndinni er Helga Svavarsdóttir leiðbeinandi með einn nemanda sinna í jafnvægisæfingum og var kátt í sundhöllinni þegar við tókum þessa skemmtilegu mynd áðan. Ungbarnasundið er kl. 15.00 á föstudögum og eru foreldrar hvattir til að …

Slóvakar í heimsókn á Varmalandi

Undanfarna daga hefur ellefu manna hópur frá Slóvakíu, 7 nemendur og 4 kennarar verið í heimsókn hjá nemendum 9. og 10. bekkja í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Heimsóknin er liður í þátttöku skólans í Comeniusarverkefni. Slóvönsku nemendurnir gista heima hjá nemendum en kennarar gista á Varmalandi. Nemendur beggja landa hafa flutt kynningar sem þeir hafa verið að vinna að undanfarnar …

Gildran í Logalandi

Hljómsveitin Gildran verður með tónleika í Logalandi laugardaginn 6. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir eru útgáfutónleikar í tilefni af útgáfu af nýjum diski þeirra “Vorkvöld” og jafnframt fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð Gildrunnar nú í nóvember. Diskurinn var tekinn upp á afmælistónleikum í Mosfellsbæ í maí síðastliðnum en þeir Gildrufélagar fagna 30 ára afmæli hljómsveitarinnar í ár. Hljómsveitina skipa þeir Birgir Haraldsson sem …

Kynningarfundur um kortlagningu flóða

Boðað er til fundar í Valfelli í kvöld, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.30. Stýrihópur um kortlagningu flóða boðar til fundarins en þar verður fjallað um flóðahættu í Hvítá.Stýrihópur um kortlagningu flóða hefur frá árinu 2007 haft umsjón með starfi Vatnmælinga Orkustofnunar, nú Veðurstofunnar, við kortlagningu flóða sem urðu árið 2006. Tilgangur fundarins í Valfelli er að kynna fyrirliggjandi drög að …