Mikil aðsókn á ljóðasýningu í Safnahúsi

Gefðu mér eitt tækifæri til að gera eitt   eitt er betra en ekki neitt   Tæplega sjötíu manns komu á opnun ljóðasýningar barna í Safnahúsi í gær og er þar um metaðsókn að ræða. Á sýningunni eru sýnd ljóð krakka í 5. bekkjum grunnskólanna í héraðinu og að þessu sinni tóku eftirtaldir þátt: Grunnskóli Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og á …

Sveitarstjórnarfundur 18 nóvember 2010

69. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar fer fram í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 16.00. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.  

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins verða ýmsir viðburðir í Borgarbyggð. Meðal þeirra má nefna að Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofnanir í Borgarnesi. Hún mun heimsækja Menntaskóla Borgarfjarðar og ræða við nemendur og starfsfólk og skoða sýningu á vegum Grunnskólans í Borgarnesi og menntaskólans. Þá mun …

Hunda- og kattahreinsun í Borgarbyggð

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. – Borgarnesi mánudaginn 22. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda kl. 17:00 -19:00. Fyrir ketti kl. 19:15 – 20:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. – Bifröst þriðjudaginn 23. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. – Hvanneyri miðvikudaginn 24. nóvember í slökkvistöðinni kl. 18:00 …

Slökkviðlið Borgarbyggðar með fræðslu á leikskólum

Undanfarið hefur Slökkvilið Borgarbyggðar verið með fræðslu um brunavarnir í leikskólum Borgarbyggðar. Líkt og áður er farið með verkefnið um Loga og Glóð og ætlað er elstu börnunum eða skólahópum leikskólanna. Þar er farið yfir hætturnar sem fylgja því ef eldur er laus og hvernig þau eiga að bregðast við ef reykskynjarar eða brunaboðar senda frá sér boð. Þá fá …

Menntu og skemmtun á laugardaginn

Eins og kunnugt er verður blásið til hátíðar í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi næstkomandi laugardag 20. nóvember, þar sem leik-, tón-, grunn-, mennta- og háskólar héraðsins kynna sig á skemmtilegan hátt. Auk þess munu menningarstofnanir kynna starfsemi sína. Yfirskrift hátíðarinnar ber með sér áherslu á að menntun er skemmtun og þeir sem koma á hátíðina fá skemmtun á stóra …

Hvað á Mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi að heita?

Sveitarfélagið Borgarbyggð kallar eftir tillögum frá íbúum um nýtt nafn á Mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi. Frestur til að skila inn tillögum rennur út miðvikudaginn 17. nóvember 2010. Tillögum ásamt skýringum á nafngiftinni ef svo ber undir skal skila undir dulnefni í ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Í umslaginu með tillögunni skal vera annað lokað umslag með réttu nafni …

Héraðsskjalasafnið tekur þátt í opnu húsi Borgarskjalasafns

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi, verður með opið hús í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, Reykjavík laugardaginn 13. nóv. 2010 kl. 13.00 til 17.00 í tilefni af Norrænum skjaladegi. Opna húsið er undir kjörorðinu: Eins og vindurinn blæs… Sextán héraðsskjalasöfn, og þar á meðal Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, taka þátt í opna húsinu með einum eða öðrum hætti. Boðið verður upp á áhugaverða …

Sláturgerð í Grunnskóla Borgarfjarðar

Í vikunni fór fram allsherjar sláturgerð í Hvanneyrar- og Kleppjárnsreykjadeildum Grunnskóla Borgarfjarðar. Nemendur saumuðu keppi, brytjuðu mör og mixuðu lifur og gerðu síðan blóðmör og lifrapylsu. Allir nemendur skólans á Hvanneyri tóku virkan þátt í sláturgerðinni með aðstoð kennaranna. Það voru krakkarnir í 8. bekk á Kleppjárnsreykjum sem gerðu slátrið með matráðskonum auk þess sem þau sáu um eldamennsku og …

Menntun og skemmtun

Opið hús í Mennta-og menningarhúsinu í Borgarnesi 20. nóvember kl. 13.00 til 17.00. Borgarbyggð hefur um árabil verið mennta-og menningarhérað, þar bera hæst tveir háskólar, á Bifröst og á Hvanneyri. Auk þess starfar hér nýr og framsækinn menntaskóli. Grunnurinn er einnig góður en leikskólar Borgarbyggðar eru fimm, hver með sínu sniði, tveir grunnskólar og tónlistarskóli. Í tilefn þess að sveitarfélagið …