Söfnun á rúlluplasti 2011

Nýverið var send út auglýsing um söfnun á rúlluplasti og frestur til að tilkynna þátttöku rann út í gær. Enn er þó möguleiki á að senda inn tilkynningu og eru þeir sem vilja láta sækja til sín plast beðnir um að láta vita af sér sem allra fyrst. Sjá auglýsingu hér.  

Prjóna- bóka- kaffi í Snorrastofu

Bókhlaða Snorrastofu í Reykholti hefur undanfarið boðið til handavinnu og bókakvölda sem mælst hafa vel fyrir. Gestir koma með handavinnuna sína og deila hugmyndum um hana og bóklestur auk annarra áhugamála. Ætlunin er að þessi Prjóna- bóka- kvöld verði annan hvorn fimmtudag. Næst mun áhugafólk um handavinnu og bóklestur hittast í Snorrastofu fimmtudaginn 17. febrúar.    

Stækkun fuglafriðlands í Andakíl

Í gær var undirrituð staðfesting umhverfisráðherra á stækkun fuglafriðlands í Andakíl, sem áður var aðeins bundið við Hvanneyrarjörðina en nær nú – með stækkuninni – yfir 13 jarðir að hluta til eða öllu leyti. Friðlýsingin felur í sér vernd á búsvæði fyrir fugla og þar með alfriðun fyrir veiði og fulla vernd á votlendum svæðisins. Jafnframt var undirritaður umsjónarsamningur Umhverfisstofnunar …

Umsóknir um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

Þann 20. janúar síðastliðinn rann út frestur til að sækja um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá Borgarbyggð. Umsóknir um stöðuna voru alls 14 en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Ráðið verður í starfið um miðjan febrúar. Hér að neðan má sjá lista yfir umsækjendur Einar G. Pálsson Guðný Jóna Jóhannsdóttir Haukur Þorsteinsson Ingunn Jóhannesdóttir Jón Friðrik Jónsson Jón Karl …

Gæludýraeftirlitsmaður – laust starf

Laust er til umsóknar starf gæludýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar norðan Hvítár. Um lítið hlutastarf er að ræða. Hlutverk hans er að sjá til þess að reglum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald sé framfylgt í samvinnu við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa. Annar gæludýraeftirlitsmaður starfar á svæðinu sunnan Hvítár. Mikilvægt er að gæludýraeftirlitsmaðurinn sé vanur dýrum og hafi sjálfur yfir að ráða nægu húsnæði til …

Kennaratónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Kennaratónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 3. febrúar næstkomandi og hefjast kl. 20.30. Á dagskránni eru fjölbreytt tónlistaratriði og kynnir er Páll Brynjarsson sveitarstjóri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.  

Snorrastofa – erindi um klaustrið í Bæ

Sr. Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri flytur erindið Klaustrið í Bæ á árunum 1030 – 1049 í Snorrastofu, þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Hugleiðingar um Hróðólf ábóta og hlutverk klaustursins. Sr. Flóki hefur sýnt klaustrinu í Bæ áhuga en mjög lítið er vitað um starfsemi þess og heimildir fáar. Þó má nokkuð ráða í starfsemi þess af almennum heimildum um …

Ný sýning í Safnahúsi – stríðsárin í Borgarnesi

Í anddyri bókasafns hefur nú verið sett upp sýning á ljósmyndum sem teknar voru í Borgarnesi á hernámsárunum 1940-1943. Sýningin var upprunalega stærri og víðar að, en myndirnar sem hér eru sýndar eru frá Borgarnesi. Sýningin verður uppi í nokkrar vikur og er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins: alla virka daga frá kl. 13-18. Sýningin er á vegum Ljósmyndasafns Akraness og …

Rúlluplastssöfnun 2011

Tilkynning um söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð árið 2011 hefur verið send út sem dreifibréf til allra íbúa í dreifbýli Borgarbyggðar. Sjá tilkynninguna hér.   Sorphirða í Borgarbyggð: Upplýsingar af heimasíðu.  

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. desember 2010 tillögu að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem nær til alls sveitarfélagsins. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins Borgarbraut 14 Borgarnesi, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.borgarbyggd.is og á skrifstofu Skipulagsstofnunar frá frá 30. ágúst – 11. október 2010. Frestur til að senda inn athugasemdir rann út þann 11. október …