Vinnuskóli Borgarbyggðar – sumarstörf 2011

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum nemenda fyrir sumarið 2011. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur mánudaginn 6. júní n.k. kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali. Vinnutímabil skólans verður 4 vikur eða frá 6. júní til og með 5. júlí 2011. Daglegur vinnutími er frá kl. 8:30 – 16:00 alla virka daga nema föstudaga en þá …

Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála 2011

Borgarbyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála á árinu 2011. Um styrki geta sótt félög og aðrir aðilar sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Umsóknum þurfa að fylgja yfirlit yfir fjárhagsstöðu síðasta árs, yfirlit yfir fjölda virkra iðkenda og aldursskiptingu þeirra, fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og áætlanir …

Árshátíðir Grunnskóla Borgarfjarðar

Árshátíðir Grunnskóla Borgarfjarðar verða haldnar í dag og á morgun. Nemendur skólanna hafa undanfarið æft dagskrár af kappi og búast má við góðri skemmtun og miklu fjöri í starfsstöðvum skólans. Árshátíðirnar verða haldnar á eftirfarandi stöðum: Hvanneyri: Árshátíðin verður haldin fimmtudaginn 14. apríl í húsnæði skólans og hefst hún kl. 17.00. Kleppjárnsreykir: Árshátíðin verður haldin fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.00 …

Bókasafnsdagurinn

Fimmtudaginn 14. apríl heldur Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, í samstarfi við bókasöfn á Íslandi Bókasafnsdag. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar tekur að sjálfsögðu þátt í þessu sameiginlega átaki og af því tilefni útbjó starfsfólk Safnahúss glærusýningu þar sem sýnt er lítið brot af því fjölbreytilega og merkilega efni sem finna má …

Umhverfisátak í dreifbýli

Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar stendur nú fyrir umhverfisátaki í dreifbýli líkt og flest undanfarin ár. Íbúum í dreifbýli býðst að fá timbur og járnagáma gegn vægu gjaldi og geta pantað timbur- og/eða járnagám, heim á hlað, í tvo daga á tímabilinu 13. – 30. maí og 19. – 29. ágúst. Þeir sem óska eftir að fá til sín gám eru …

Forvarnakvöld fyrir foreldra

Fimmtudagskvöldið 14. apríl kl. 20.00 verður haldinn fræðslufundur fyrir foreldra barna og ungmenna í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn í Óðali. Eftir páska verður haldinn sérstakur fundur fyrir foreldra í Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar og aðra þá sem ekki komast á fimmtudagskvöldið. Verður hann auglýstur síðar. Á dagskrá fundarins verða: 1. Vísbendingar um kannabisnotkun, neyslutól og fíkniefnahundurinn Tíri 2. Cannabis- efni, áhrif …

Sumarstörf í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar

Laus eru til umsóknar sumarstörf í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar, í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum. Eftirfarandi störf eru í boði: 100% starf fyrir konu frá og með 23. apríl til og með 31. ágúst (Borgarnes). 100% störf í sumarafleysingu (allar starfsstöðvar). Störfin eru vaktavinnustörf sem felast m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugar úti og inni, þrifum, afgreiðslu og fleiru.   …

Kjördeildir í Borgarbyggð 2011

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 9. apríl 2011 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi. Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og …

Stærðfræðingar og lestrarhestar

Hópurinn sem tók þátt í stærðfræðikeppninniLaugardaginn 2. apríl voru kunngerð úrslit í stærðfræðikeppninni sem Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi heldur árlega fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Krakkarnir úr Borgarbyggð stóðu sig með mikilli prýði. Í fyrsta sæti í keppninni meðal 10. bekkinga varð Björk Lárusdóttir nemandi á Kleppjárnsreykjum en Þorkell Már Einarsson frá Grunnskólanum í Borgarnesi í öðru sæti. …

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi 2011

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi verður haldin föstudaginn 8. apríl í Hjálmakletti, Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar. Sýningar verða tvær kl. 16:30 og 18:30. Ævintýri er þema árshátíðarinnar í ár. Ævintýrum verða gerð skil á fjölbreytilegan hátt af nemendum úr öllum bekkjum skólans. Aðgangseyrir er kr. 500.- fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir 15 ára og yngri. Ekki verður posi á …