Góð aðsókn að Héraðsbókasafni

Líkt og undanfarin ár hefur aðsókn verið góð að Héraðsbókasafni Borgarfjarðar en fyrstu átta mánuði ársins höfðu 5442 gestir sótt safnið heim. Það er ívið hærri tala miðað við sama tíma í fyrra en í heildina var gestafjöldi á bókasafninu á árinu 2010, 7800 gestir. Þá má benda á að töluverð aukning var á gestafjölda á árinu 2009 þegar gestum …

Andabær – leikskólakennari og starfsmaður í ræstingar

Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólanum Andabæ. Um er að ræða 100% starf. Andabær er Grænfánaleikskóli og leikskóli á heilsubraut. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 437 0120. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða leiðbeinanda með reynslu af starfi með börnum. Einnig vantar starfskraft …

Deiliskipulag Borgarfjarðarbrautar um Reykjadalsá

Auglýsing um deiliskipulagstillögu Borgarfjarðarbrautar (50) um Reykjadalsá í Borgarbyggð Borgarbyggð auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Borgarfjarðarbrautar um Reykjadalsá sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan tekur til 21,2 ha svæðis í landi Snældubeinsstaða, Grófar og Sturlureykja, og felur í sér að byggð verður tvíbreið brú yfir Reykjadalsá og …

Leikfimihúsið á Hvanneyri 100 ára

Í tilefni aldarafmælis Leikfimihússins á Hvanneyri verður dagskrá í húsinu sunnudaginn 25. september er hefst kl. 15.00. Þar munu nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri sýna skólaíþróttir, og þjóðdansahópurinn Sporið sýna þjóðlega dansa. Hvort tveggja er til þess að minna á mikilvægt hlutverk Leikfimihússins allt frá fyrstu dögum þess. Í frásögn verður stiklað á stóru í aldarsögu Leikfimihússins. Til sýnis verða …

Tveggja Húsfellinga minnst í Safnahúsi

Á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu tveggja frændsystkina sem tengjast bænum Húsafelli í Hálsasveit, þeirra Guðrúnar Jónsdóttur vinnukonu þar og Kristleifs Þorsteinssonar bónda og fræðimanns á Stóra Kroppi, en hann var fæddur á Húsafelli. Af þessu tilefni hefur verið sett upp örsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem ýmislegt sem tengist Guðrúnu og Kristleifi er sýnt …

Stefnumótun í tómstundamálum

Tómstundanefnd Borgarbyggðar vinnur nú að stefnumótun í tómstundamálum fyrir Borgarbyggð og leggur nefndin mikla áherslu á að fá íbúa til liðs við sig. Tillögur frá íbúafundi 1.september sl. hafa því verið settar í eitt skjal sem er nú birt á heimasíðu Borgarbyggðar; https://borgarbyggd.is/starfsemi/ithrotta-og-aeskulydsmal/stefnumotun/.   Tómstundanefndin óskar eftir athugasemdum, tillögum, vangaveltum og hverju því sem fólki kann að detta í hug …

Umhverfisvottað Vesturland – ráðstefna í Hjálmakletti

Hraunfossar_gjFimmtudaginn 22. september standa Framkvæmdaráð Snæfellsness, Náttúrustofa Vesturlands og Borgarbyggð fyrir ráðstefnu um umhverfismál og umhverfisvottanir. Starfsemi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi er umhverfisvottuð samkvæmt staðli samtakanna EarthCheck. Í fyrrahaust var samþykkt ályktun á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um að skoða umhverfisvottun fyrir Vesturland allt með Snæfellsnes sem fyrirmynd. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um stöðu umhverfismála og kynna þessa hugmynd. …

Dagur íslenskrar náttúru – 16. september

Hvítá, tekið á Kaldadal_mmDagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn föstudaginn 16. september. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar. Felst í þessu viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Sem dæmi um viðburði dagsins má nefna að á …

Borgfirðingabók komin út

Út er kominn 12.árgangur Borgfriðingabókar sem er ársrit Sögufélags Borgarfjarðar en bókin hefur komið út samfellt síðan 2004 en á árunum 1981-1984 komu út 4. árgangar í þremur bindum. Í Ritnefnd bókarinnar sátu Snorri Þorsteinsson formaður, Ásdís Helga Bjarnadóttir og Sævar Ingi Jónsson. Bókin í ár er sú stærsta í blaðsíðum talið sem út hefur komið alls 286 bls. enda …

Sauðamessa 15. október – fréttatilkynning

Fjárfestar athugið!Sauðamessa 2011 í Borgarnesi laugardaginn 15. október. Kjörið tækifæri fyrir Kínverska fjárfesta, sem og alla aðra, að festa sér fé því nóg verður af lausafé að vanda í réttinni rétt við Skallagrímsgarð. Síðan má benda á, líkt og margir góðir handverksmenn þekkja, að úr sauðavölum, t.d. má gera hina glæsilegustu skartgripi, meðal annars fjárfestar. Slíkar festar verða án efa …