Hvítá, tekið á Kaldadal_mm |
Sem dæmi um viðburði dagsins má nefna að á Hvanneyri verður boðið upp á göngu um fuglaverndunarsvæðið í Andakíl en umhverfisráðuneytið undirbýr nú tilnefningu svæðisins á lista Ramsarsamningsins um vernd votlendis.
Umhverfisráðherra mun í fyrsta skipti veita viðurkenningu sem kennd verður við Ómar Ragnarsson. Viðurkenningin verður veitt fyrir vandaða og eftirtektarverða umfjöllun eða fræðslu um náttúru Íslands og hana má veita fjölmiðli jafnt sem einstökum blaða- og fréttamönnum, dagskrárgerðarmönnum, textahöfundum, ljósmyndurum og kvikmyndagerðarmönnum.