Hraunfossar_gj |
Starfsemi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi er umhverfisvottuð samkvæmt staðli samtakanna EarthCheck. Í fyrrahaust var samþykkt ályktun á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um að skoða umhverfisvottun fyrir Vesturland allt með Snæfellsnes sem fyrirmynd. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um stöðu umhverfismála og kynna þessa hugmynd.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir – áhugasamir eru þó beðnir um að skrá sig á netfangið theo@nsv.is.
Bent verður á mikilvægi umhverfisverndar og hvað hægt sé að gera til þess að sporna gegn þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað síðustu áratugi. Sérstaklega verður skoðað hversu stórt hlutverk sveitarfélög leika þegar kemur að umhverfismálum.
Ráðstefnan stendur frá 11:00-16:30