Styrkir til atvinnumála kvenna

Fréttatilkynning Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna er velferðarráðherra veitir árlega. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan árið 1991 og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni. Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 30 milljónir og er hámarksstyrkur að þessu sinni kr. 3.000.000. Sérstök ráðgjafanefnd metur umsóknir og er umsóknarfrestur …

Menntaskóli Borgarfjarðar í Gettu betur – 2012

Menntaskóli Borgarfjarðar keppir við Borgarholtsskóla í Gettu betur í kvöld, fimmtudaginn 19. janúar. Keppni liðanna hefst kl. 20.00 á rás 2.Fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar keppa Inga Björk Bjarnadóttir, Jóhann Snæbjörn Traustason og Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. Þjálfari liðsins er Heiðar Lind Hansson. Varamenn eru Þorkell Már Einarsson sem aðstoðar einnig við þjálfun og Bárður Jökull Bjarkarson.  

Myndir af Grímshúsi

Vegna vinnu við teikningar af Grímshúsi við Borgarneshöfn vantar okkur upprunalegar myndir af húsinu eða myndir sem teknar voru áður en hætt var að nota það og neglt var fyrir glugga. Þeir sem eiga myndir af Grímshúsi í fórum sínum eru beðnir að hafa samband við Jökul Helgason forstöðumann Umhverfis- og skipulagssviðs í síma 433 7100 eða á netfangið jokull@borgarbyggd.is …

Hætt við hækkun dvalargjalda á leikskólum

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær var samþykkt tillaga Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs að falla frá fyrirhugaðri hækkun á leikskólagjöldum í Borgarbyggð á árinu 2012.   Þar með er dregin til baka sú ákvörðun sveitarstjórnar, sem tekin var við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins, að hækka gjaldskrá leikskóla sveitarfélagsins um 3%. Samþykkt sveitarstjórnar byggir á því að tekjur sveitarfélagsins voru hærri á …

Skugga Sveinn í Lyngbrekku

Leikdeild Skallagríms frumsýndi í Lyngbrekku, síðastliðinn föstudag leikritið Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Leikdeildin setur Skugga-Svein upp en það var síðast gert árið 1948 og fannst fólki kominn tími á að setja þetta vinsæla leikverk upp aftur. Smellið á myndina til að sjá næstu sýningardaga. Það vill líka svo skemmtilega …

Reykholtskórinn þakkar Bjarna

Reykholtskórinn heldur tónleika í Reykholtskirkju föstudagskvöldið 13. janúar næstkomandi. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs Bjarna Guðráðssyni stofnanda kórsins og stjórnanda, fyrir ötult starf hans síðastliðna áratugi. Jafnframt vill kórinn þakka Sigrúnu Einarsdóttur, eiginkonu Bjarna, alúð hennar í garð kórsins í öll þessi ár. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og að þeim loknum býður sóknarnefnd Reykholtssóknar upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. …

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2012

Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2012.   Fundurinn fer fram í Hjálmakletti miðvikudaginn 11. janúar og hefst kl. 20.30.   Á fundinum verður farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að mæta, kynna sér fjármál sveitarfélagsins og taka þátt í umræðum.    

Söfnun á rúlluplasti 2012

Söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð verður með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin ár. Farnar verða þrjár ferðir um sveitarfélagið þ.e. 27. febrúar – 7. mars, 5. – 15. júní og 29. nóvember – 7. desember. Upplýsingar um söfnunina á plastinu og þátttökutilkynningu má nálgast hér.    

Sorphirðudagatal borgarbyggðar 2012

  Sorphirðudagatal Borgarbyggðar fyrir árið 2012 er komið á netið. Hægt er að skoða það hérna á heimasíðunni með því að smella á sorphirða hér til hliðar. Dagatalið verður einnig á baksíðu Íbúans sem kemur út næsta miðvikudag.  

Glænýtt leikverk í Logalndi

Ungmennafélag Reykdæla boðar áhugafólk um leikstarf til fundar í Logalandi í kvöld, mánudaginn 9. janúar kl. 20.30. Þröstur Guðbjartsson leikstjóri hefur verið ráðinn til að leikstýra nýju leikverki/revíu eftir Bjartmar Hannesson bónda á Norður- Reykjum en frumsýning er fyrirhuguð nú seinni hluta vetrar. “Nú þurfum við fólk sem hefur áhuga á öllu sem viðkemur leikstarfi, sama hvort eru leikarar, söngvarar, …