Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar – fyrri umræða

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2013-2016 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 15. nóvember s.l. Á fundinum samþykkti sveitarstjórn samhljóða að fela byggðarráði að vinna að því að ná rekstrarjafnvægi í áætluninni á milli umræðna þannig að tekjur muni standa undir gjöldum. Síðari umræða verður fimmtudaginn 13. desember n.k.  

Listsköpun unga fólksins

Ríflega 100 manns mættu á tónleika og opnun ljóðasýningar barna í Safnahúsi í gær, en hátíðin var haldin sameiginlega af Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Safnahúsi. Nemendur Tónlistarskólans fluttu frumsamið efni byggt á gömlum þulum eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur og opnuð var sýning á ljóðum nemenda úr grunnskólum á svæðinu. Stóðu allir krakkarnir sig með mikilli prýði, tónlistarflutningurinn var vel af hendi leystur …

Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

Boðað er til minningarathafnar við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 18. nóvember 2012 kl. 11.00 þar sem minnst verður fórnarlamba umferðarslysa og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Frá árinu 1993 hefur þriðji sunnudagur í nóvember verið tileinkaður minningu fórnarlamba umferðarslysa. Við Landspítalann koma saman fulltrúar þeirra starfstétta sem kallaðar eru til þegar alvarleg umferðarslys eiga …

Litla hryllingsbúðin í Hjálmakletti

Frá leikfélagi Nemendafélags MB: Leikhópurinn Að þessu sinni mun Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar setja hinn sívinsæla söngleik Litlu hryllingsbúðina á svið. Sýningarnar fara fram í Hjálmakletti, sal Borgarbyggðar. Miðasala er í síma 616-7417 (Bjarki Þór) eða 862-8582 (Berglind) en einnig er hægt að senda póst á netfangið leikfelag@menntaborg.is. Miðaverð er í hófsamari kantinum, eða 2.000 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. …

Forvarna- og æskulýðsball í Hjálmakletti

Frá unglingunum í Óðali: Fimmtudaginn 15. nóvember munu Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi og félagsmiðstöðin Óðal halda árlegt Forvarna- og æskulýðsball í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þessi frábæri viðburður á sér langa sögu í félagsstarfi unglinga á Vesturlandi en þátttakendur koma frá 13 skólum víðsvegar af svæðinu. Húsið opnar kl. 19.30 og þá munu DJ sveinar Óðals þeyta skífum til kl. 20.20 …

Listsköpun unga fólksins

Safnahúsið og Tónlistarskólinn bjóða í sameinigu til tónleika þriðjudaginn 13. nóvember. Nokkrir nemendur Tónlistarskólans flytja frumsamið efni byggt á þulum eftir borgfirskt ljóðskáld og börn úr 5. bekkjum grunnskóla í Borgarfirði og nágrenni sýna ljóð sem þau hafa samið á undanförnum vikum undir leiðsögn kennara. Verkefnið er unnið með aðstoð Árnastofnunar. Dagskráin er haldin í tengslum við Dag íslenskrar tungu. …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2012

Síðastliðinn laugardag, þann 10. nóvember, voru umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir árið 2012 veittar, að viðstöddu fjölmenni, í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hátíðardagskráin hófst með gönguferð frá Klettaborg að Landnámssetri eftir göngustígum sem borið hafði verið möl í nokkru áður. Í Landnámsetri var boðið upp á kaffi og kleinur um leið og formenn umhverfis- og skipulagsnefnar og landbúnaðarnefndar tilkynntu hverjir hefðu hlotið viðukenningarnar …

Baráttudagur gegn einelti

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti Í dag, 8. nóvember, er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 að frumkvæði verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst …

Hundur í óskilum 11-08

Íslenskur hundur, frekar dökkur að lit, var handsamaður í Bjargslandi í Borgarnesi um kl. 11,30 í dag, fimmtudaginn 8. nóvember. Eigandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Guðmund Skúla Halldórsson í síma 892-5044.  

Truflanir á þjónustu hitaveitu – fréttatilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur

Vegna endurbóta á heitavatnslögninni frá Deildartungu verða truflanir á þjónustu hitaveitunnar á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit nú í vikunni. Fyrirhugað er að tengja nýjan 3,2 km langan kafla í aðina í landi Hests og Kvígsstaða. Þar hafa bilanir verið tíðar síðustu ár. Verkáætlunin er þessi en hún getur breyst ef veður verður óhagstæðara en spár gera ráð fyrir: * …