Eyrarrósin 2013

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í níunda sinn í febrúar árið 2013. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum allt frá upphafi árið 2005. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Umsækjendur um Eyrarrósina …

Úrskurður vegna álagningar sorpgjalds

Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í kæru fasteignaeiganda í Borgarbyggð gegn sveitarfélaginu þar sem fasteignaeigandinn taldi að ekki hafi verið rétt staðið að álagningu sorpgjalda á árinu 2012. Niðurstaða nefndarinnar var að Borgarbyggð beri að fella niður það sorpgjald sem lagt var á í upphafi árs 2012. Úrskurðurinn hefur verið tekinn fyrir hjá byggðarráði og sveitarstjórn Borgarbyggðar …

Aukasýning á Litlu hryllingsbúðinni

Frá leikfélagi Menntaskóla Borgarfjarðar: Við þökkum frábærar viðtökur á sýningunni okkar, Litlu hryllingsbúðinni. Miðarnir seljast og seljast og vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að hafa aukasýningu, sunnudaginn 25. nóvember kl. 17.00. Við ákváðum þennan tíma sérstaklega með fjölskyldufólk í huga og hlökkum við til að sjá sem flesta unga sem aldna. Miðasala í síma: 616-7417 eða 862-8582, einnig er …

Smáborgarabrúðkaup – sýningum fjölgað

Leikdeild Ungmennafélagsins Íslendings hefur undanfarið sýnt leikritið Smáborgararbrúðkaup eftir Bertolt Brech í Brún í Bæjarsveit. Ákveðið hefur verið að bæta við sýningum á þetta bráðskemmtilega leikrit. Næstu sýningar verða miðvikudaginn 21. nóvember, þriðjudaginn 27. nóvember, miðvikudaginn 28. nóvember, föstudaginn 30. nóvember og síðasta sýning verður sunnudaginn 2. desember. Allar sýningarnar hefjast klukkan 21.00. Leikdeildin vonast til þess að sem flestir …

Tónleikar Svavars Knúts

Tónlistarfélag Borgarfjarðar minnir á tónleika Svavars Knúts í Landnámssetrinu fimmtudagskvöldið 22. nóv. Sveitin milli stranda, sem skipuð er ungmennum úr héraði, hitar upp. Dagskráin hefst klukkan 20.00. Miðaverði er stillt í hóf og aðgangur er ókeypis fyrir yngri en 18 ára! Svavar Knútur hefur undanfarin ár getið sér gott orð, jafnt innanlands og utan, með skemmtilegri sagnamennsku, frumsömdum lögum og …

Hunda- og kattahreinsun 2012

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum: – Hvanneyri mánudaginn 26. nóvember. – Bifröst þriðjudaginn 27. nóvember. – Borgarnesi miðvikudaginn 28. nóvember. – Reykholt og Kleppjárnsreykir eftir samkomulagi. Vegna mikilla biðraða sem sköpuðust í fyrra við hunda- og kattahreinsun í Borgarnesi er í ár boðið upp á að koma með hundana á ólíkum tíma eftir skráningarnúmerum þeirra …

Bilun í símkerfi á Kleppjárnsreykjum

  Bilun er í símkerfi á Kleppjárnsreykjum og nágrenni og stendur viðgerð yfir fram eftir degi. Þeir sem þurfa að ná sambandi við grunnskólann geta hringt í Ingibjörgu deildarstjóra í síma 840 1520 eða í Jónu ritara í síma 699 4695.  

Jólakort frá Bifröst

Tilkynning frá Útskriftarfélaginu á Bifröst: Útskriftarfélagið á Bifröst hefur gefið út jólakort til styrktar nemendum sem útskrifast næstkomandi haust. Það sem einkennir þessi jólakort eru ekki bara fjórar afskaplega fallegar myndir frá Bifröst að vetri til, sem Ágúst G. Atlason myndaði, heldur fóru nemendur út fyrir kassan og breyttu þeir þeim hefðbundna texta sem hefur verið í jólakortum hingað til. …

Frábært æskulýðsball

Síðatliðinn fimmtudag var haldið forvarna- og æskulýðsball í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á ballið, sem haldið er árlega, er unglingum í 8. – 10. bekkjum grunnskóla á Vesturlandi boðið til að koma og skemmta sér og kynnast. Kvöldið hófst á skemmtiatriðum frá skólum og félagsmiðstöðvum en að því loknu kom fram leynigestur sem að þessu sinni var Einar Mikael töframaður. Hann …

Sagnakvöld í Safnahúsi

Sagnakvöld Safnahúss Borgarfjarðar verður haldið þriðjudaginn 20. nóvember og hefst kl. 20.00, þar verður lesið upp úr tveimur nýjum bókum og spjallað um vísur. Tveir höfundar lesa þar úr bókum sínum. Ólafur Steinþórsson les upp úr bók sinni Urðarmána og Böðvar Guðmundsson les úr Töfrahöllinni, nýrri skáldsögu sinni. Á dagskránni er einnig óformlegt vísnaspjall þar sem þrír af þekktustu hagyrðingum …