Pílagrímsganga frá Bæ í Skálholt

Félagið Pílagrímar hefur um skeið undirbúið opnun pílagrímaleiðar frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt. Félagið vill minna á sameiginlega sögu þessara staða og tengja saman þessi fornu menningarsetur og kirkjumiðstöðvar með pílagrímsgöngu frá Bæjarkirkju í Andakíl í Skálholt. Félaginu Pílagrímar er hugleikið að minna á merkilegt upphaf kristinnar kirkju og bókmenntaiðju hér í Borgarfirði. Þess má einnig geta að Steinunn …

Rúlluplastsöfnun tefst enn

Tilkynnt var í frétt hér á heimasíðunni 25. júní 2013 að rúlluplastsöfnunin sem hefði átt að klárast 21. júni hefði tafist en henni yrði lokið laugardaginn 29. júní. http://www.borgarbyggd.is/frettir/nr/172657/   Íslenka gámafélagið náði ekki að klára verkið umræddan laugardag en hyggst ljúka yfirferðinni á morgun laugardaginn 6. júlí.  

Framtíðarskipulag Skallagrímsgarðs

Mörgum unnendum Skallagrímsgarðs hefur lengi verið ljóst að hefja þyrfti endurnýjun gróðurs í Skallagrímsgarði sem ella mun láta verulega ásjá sökum aldurs og skuggamyndunar á næstu árum og áratugum. Til þess að slík endurnýjun skapi sem minnst rask og skili þeim árangri sem til er ætlast er nauðsynlegt að vinna áætlun þar sem að ákveðið er hvernig garðurinn skuli líta …

Velkomin í Safnahús Borgarfjarðar

Sýningarnar Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna í Safnahúsi Borgarfjarðar eru opnar alla daga í sumar frá kl. 13.00-17.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Í Hallsteinssal er sýning á myndlist Tolla og er hún opin alla virka daga frá kl. 13.00-18.00 en einnig um helgar kl. 13.00-17.00. Síðasti dagur sýningarinnar er 5. ágúst. Bókasafnið er opið á virkum …

Vel heppnuð Brákarhátíð

Brákarhátíðin 2013 fór fram í blíðskaparveðri um síðustu helgi. Skreytingar í gulum, rauðum og bláum hverfum settu svip sinn á umhverfið. Auk þess að skreyta og gera sínar götur glæsilegar höfðu íbúar tekið til hendinni þannig að allt var fágað og fínt. Víða mátti finna ilmandi matarlykt á föstudagskvöldið þegar íbúar söfnuðust saman í sínum hverfum og grilluðu og nutu …

Brákarhátíð um helgina

Brákarhátíð verður haldin í fimmta sinn í Borgarnesi laugardaginn 29. júní næstkomandi. Götugrill með tilheyrandi húllumhæi verður á föstudagskvöldið í Borgarnesi, á Hvanneyri og að sjálfsögðu um allar sveitir. Dagskrá hátíðarinnar er að venju glæsileg og allir ættu að geta fundið eitthvað sér til skemmtunar. Dagskrána má sjá á vef hátíðarinnar www.brakarhatid.is  

Andabær fær Grænfánann

Nýverið fékk Leikskólinn Andabær á Hvanneyri afhentan Grænfánann í fimmta sinn. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni á vegum Landverndar og til þess gert að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Til að fá nýjan fána þarf viðkomandi skóli að sýna fram á gott starf í þágu umhverfisins og setja sér ný markmið á tveggja ára fresti. Í dag er Andabær …

Rúlluplastsöfnun hefur tafist

Af óviðráðanlegum orsökum tókst ekki að ljúka rúlluplastsöfnun á vegum Borgarbyggðar á auglýstum tíma (10. – 21. júní). Þeir landeigendur sem pantað hafa þessa þjónustu eru beðnir velvirðingar á þeirri töf sem orðið hefur. Plastið mun verða sótt á þá bæi sem eftir eru, næstkomandi laugardag, þann 29. júní.  

Íbúakynning um fyrirhugaðar endurbætur á Skallagrímsgarði

Boðið er til íbúakynningar í Skallagrímsgarði 27. júní kl. 16. Þar mun Samson B. Harðarson kynna tillögu sína að endurbótum á garðinum. Vinna við þær endurbætur mun hefjast í ár og ráðgert er að þeim muni ljúka árið 2018.  

Laus störf á Hnoðrabóli

Lausar eru til umsóknar stöður leiðbeinenda við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal. Ráðið verður í stöðurnar tímabundið og er ráðningatímarbilið frá 8. ágúst 2013 til sumarlokunar 2014. Um er að ræða 100% og 40% stöðu.   Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 16-18 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 5-6 starfsmenn. …