Þreksalur lokar vegna endurbóta

    Vegna stækkunar og endurbóta verður þreksalur íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi lokaður frá og með miðvikudeginum 29. janúar. Auk stækkunar verður skipt um gólfefni í salnum, hann málaður og jafnvel er von á nokkrum nýjum tækjum. Áætlað er að þreksalurinn verði lokaður í a.m.k. fjórar vikur.  

Fjör í skólabúðum á Reykjum

Dagana 13.-17. janúar voru nemendur 7. bekkja grunnskóla í Borgarbyggð í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði. Þar unnu krakkarnir verkefni sem meðal annars tengdust fjármálum, íþróttum og náttúrufræði. Um 100 krakkar voru í Reykjaskóla þessa viku en auk Borgfirðinganna voru krakkar frá, Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, Laugagerðisskóla, Auðarskóla og Árskóla. Í Reykjaskóla mynduðust góð tengsl milli nemenda og varð mikil og …

Vinnufundur UMFÍ í Hjálmakletti

Niðurstöður vinnuhópa á Stefnumótandi ráðstefnu um landsmót UMFÍ, sem haldin var á Húsavík í maí 2013 má lesa hér.  

Góður fundur með fjármálaráðherra

  Bjarki, Bjarni og Óðinn rýna í kort af svæðinu_shv   Mikil umræða hefur verið í sveitarfélaginu um þjóðlendumál eftir að ríkið lagði fram kröfur sínar um þjóðlendur á svæðinu (svæði 8b). Þeir Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs og Óðinn Sigþórsson sem hefur haldið utan um málið af hálfu Borgarbyggðar og annarra landeigenda áttu nýverið fund með Bjarna Benediktssyni fjármála- …

Álagningu fasteignagjalda lokið

Álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð fyrir árið 2014 er nú lokið. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.Island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, …

Fjárhagsáætlun 2014

  Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2014 er komin á netið. Fjárhagsáætlunina má skoða hér.  

Lýsing fyrir deiliskipulagstillögu – Húsafell 6 og 7

Lýsing fyrir gerð tillögu vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafell 6 og 7, Borgarbyggð. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafell 6 og 7 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að afmarka 3,39 hektara lóð og staðsetja tvo byggingarreiti fyrir íbúðarhús. Lýsingin liggur frammi í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá …

Fjöltefli í Hyrnutorgi á sunnudag

Frá skáknefnd UMSB: Sunnudaginn 26. janúar næstkomandi mun skáknefnd UMSB halda uppá skákdaginn með fjöltefli við Helga Ólafsson stórmeistara. Teflt verður í Hyrnutorgi og hefst taflmennskan kl. 14.00. Við hvetjum alla til að mæta og taka eina skák við Helga, það er engin skráning og kostar ekkert. Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn árið 2012 en hann er haldinn …

Deiliskipulag fyrir Deildartungu II

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Deildartungu II, verslunar- og þjónustusvæði   Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. janúar 2014 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Deildartungu II, verslunar- og þjónustusvæði skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem tillagan tekur til er 3,5 ha og afmarkast í samræmi við skipulagsuppdrætti dagsetta 9. janúar 2014. Í breytingunni felst skilgreining á tveimur …

“Allt í plati” í Þinghamri

Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna frumsýnir á föstudag, kl. 20.30, barna- og fjölskylduleikritið „Allt í plati“ eftir Þröst Guðbjartsson. Þröstur, sem jafnframt er leikstjóri, skrifaði leikritið fyrir leikdeild Umf. Skallagríms árið 1990 og var það sýnt í gamla samkomuhúsinu í Borgarnesi við miklar vinsældir. Síðan hefur leikritið verið tekið til sýninga víðsvegar um landið hjá hinum ýmsu leikfélögum, skólum og leikdeildum. Sýnt …