Ársskýrsla félagsþjónustunnar 2013

Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar fyrir árið 2013 er komin út. Þar er að finna helstu upplýsingar um starfsemi félagsþjónustunnar en Velferðarnefnd Borgarbyggðar hefur yfirumsjón með henni. Félagsþjónustan sinnir m.a. barnaverndarmálum, málefnum aldraðra, þjónustu við fatlaða, heimaþjónustu, jafnréttismálum og fleira. Skýrslu ársins 2013 má lesa hér og eldri ársskýrslur félagsþjónustunnar eru einnig aðgengilegar hér: http://www.borgarbyggd.is/starfsemi/felagsthjonusta/  

Sumarstarf fyrir börn í Borgarbyggð

Sumarstarf fyrir börn og unglinga í Borgarbyggð verður með fjölbreyttum hætti nú líkt og undanfarin ár.   Vinnuskólifyrir börn fædd 1998 – 2000 er starfræktur yfir sumartímann. Nemendum stendur til boða vinna í 5 vikur á 7 vikna tímabili (frá 3. júní til 18. júlí). Unnið verður fjóra daga í viku, frí á föstudögum. Verkstjóri Vinnuskólans er Sigurþór Kristjánsson (Sissi). …

Snorrastofa – Mórauður hundur á dyramottunni..

Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar flytur fyrirlestur í Bókhlöðu Snorrastofu í kvöld, þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 20.30. Fyrirlesturinn ber heitið „Mórauður hundur á dyramottunni. – Gamla sveitasamfélagið í Dalalífi og Landi og sonum“. Þetta er síðasti fyrirlestur vetrarins 2013-2014 í röð Snorrastofu í Reykholti, Fyrirlestrar í héraði, sem stofnunin hefur viðhaldið frá upphafi sínu.   Guðrún fjallar um gamla …

Samráðsfundur um þjónustu við fólk með fötlun

Velferðarnefnd Borgarbyggðar hefur áhuga á að skoða hvað má betur fara í þjónustu við fólk með fötlun. Í þessu augnamiði er boðað til samráðsfundar þriðjudaginn 6. maí kl. 16.00 í salnum á efstu hæð á Borgarbraut 65a (háa blokkin bak við Heilsugæsluna). Þeir sem nota þjónustuna vita best hvaða breytinga er þörf og eru notendur og foreldrar og aðrir aðstandendur …

Viljayfirlýsing vegna náttúrubaða

                                Nýverið var undirriturð viljayfirlýsing um samstarf Borgarbyggðar og Kolbeins Magnússonar, fyrir hönd aðstandenda náttúrubaða í Brúarási, um samstarf um uppbyggingu náttúrubaða. Í yfirlýsingunni kemur fram að stefnt er að því að gera leigusamning milli eigenda Brúaráss og aðstandenda um að félagsheimilið verði hluti af …

Siglingaleiðin könnuð

Á dögunum komu góðir gestir frá Faxaflóahöfnum í heimsókn í Borgarnes. Gísli Gíslason hafnarstjóri var á ferð ásamt fríðu föruneyti og komu þeir siglandi á hafsögubátnum Þjóti. Starfsmenn Faxaflóahafna voru að kanna aðstæður á siglingaleiðinni inn að Borgarneshöfn og gekk siglingin ljómandi vel. Á næstu þremur árum eru fyrirhugaðar töluverðar endurbætur á Borgarneshöfn sem fela í sér að öll aðstaða …

Framkvæmdir á Borgarfjarðarbrú

Vegna framkvæmda við brúargólf Borgarfjarðarbrúar er lokað fyrir umferð á annari akrein á hluta brúarinnar. Ljósastýringar eru fyrir umferð. Framkvæmdir munu standa yfir til 13. júní í sumar. mynd_gj    

Sumaropnun í Safnahúsi Borgarfjarðar

Sumaropnun er hafin í Safnahúsi og eru sýningar nú opnar alla daga kl. 13.00 – 17.00. Opið á öðrum tímum skv. samkomulagi. Sýningar hússins í sumar eru þrjár, Börn í 100 ár, Ævintýri fuglanna og Landið sem þér er gefið, sýning um Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli. Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 13.00 – 16.00 og Héraðsskjalasafnið frá …

Framhaldsprófstónleikar Magnúsar Daníels

Sunnudaginn 4. maí mun Magnús Daníel Einarsson ljúka framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar með framhaldsprófstónleikum í Borgarneskirkju kl. 16:00. Magnús Daníel hefur stundað píanónám hjá Zsuzsönnu Budai og mun hann meðal annars flytja verk eftir Bach, Beethoven og Chopin. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.    

Frjálsíþróttaskólinn verður í Borgarnesi í júní

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur á fjórum stöðum um landið í sumar. Skólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Skólinn verður á Egilsstöðum, Laugum í Reykjadal, Selfossi og í Borgarnesi en þar verður skólinn dagana 23.-24. júní. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á …