Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð

2.598 voru á kjörskrá við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð. Greidd atkvæði voru 1.932 sem gerir 74,4% kjörsókn.   Atkvæði féllu þannig: Framsóknarflokkur fékk 494 atkvæði sem eru 25,6% og þrjá menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur fékk 631 atkvæði sem eru 32,7% og þrjá menn kjörna. Samfylkingin fékk 411 atkvæði sem eru 21,3% og tvo menn kjörna. Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk 283 atkvæði …

Heimsókn frá Norðurlöndunum

Nýverið kom hópur norrænna gesta í heimsókn til Borgarbyggðar. Þetta var hópur starfsmanna hjá landssamtökum sveitarfélaga í Danmörku, Finnlandi og Svíðþjóð. Með í för voru einnig fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um það hvernig Borgarbyggð vann sig út úr rekstrarvandanum eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þetta var fjórði hópur erlendra gesta sem kemur í heimsókn til …

Skipan í kjördeildir í Borgarbyggð

Við sveitarstjórnarkosningarnar laugardaginn 31. maí 2014 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:   Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi. Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,00 og lýkur kl. 22,00.   Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu. Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10,00 og lýkur kl. …

Sumarfjör – sumarstarf barna í 1. – 7. bekk

Mörg námskeið fyrir börn í 1.-7. bekk grunnskóla verða í boði í Borgarnesi í sumar. Námskeiðin/gæsla eru opin öllum börnum á þessum aldri í Borgarbyggð. Starfsemin hefur hlotið nafnið Sumarfjör. Í Sumarfjöri verður m.a. boðið upp á Smíðafjör, Dansnámskeið og Listasmiðju. Starfsemi Sumarfjörs hefst þriðjudaginn 3. júní kl. 9.00 og verður alla virka daga frá kl. 9.00 til 16.00. Yfirumsjón …

Götuljósin slökkt í sumar

Slökkt verður á götulýsingu á vegum Borgarbyggðar í öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins í júní og júlí í sumar að undanskildri lýsingunni á þjóðvegi 1 gegnum Borgarnes. Í sumar er sjötta sumarið sem þetta fyrirkomulag er haft og gert til að halda niðri kostnaði sveitarfélagsins við rekstur götulýsingar. Þeir staðir sem um ræðir eru: Borgarnes, Hvanneyri, Bifröst, Kleppjárnsreykir, Árberg, Reykholt og Bæjarhverfi. …

Blóðbankabíllinn á þriðjudag

Blóðbankabíllinn verður við N1 í Borgarnesi þriðjudaginn 27. maí frá kl. 10.00 – 17.00. Fólk er hvatt til að mæta og gefa blóð. Blóðgjöf er lífgjöf!  

Opið hús á leikskólanum Hnoðrabóli

Lífið er yndislegt MEÐ SÓL Í HJARTA! Miðvikudaginn 28. maí ætla börnin á Hnoðrabóli að bjóða öllum velunnurum skólans á opið hús, útskrift og myndlistasýngu frá kl. 14.00 – 15.45. Gaman væri að sjá sem flesta foreldra, systkini, ömmur, afa og aðra sveitunga sem hafa tök á því að lita inn og eiga góða stund með okkur og þiggja kaffiveitingar. …

Útboð á skólaakstri

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf skólaárin 2014-2015 og 2015-2016.   Um er að ræða skólaakstur innanbæjar í Borgarnesi, ein leið úr dreifbýli að Grunnskólanum í Borgarnesi, tvær leiðir að Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi og tómstundaakstur frá Varmalandi í Borgarnes. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig.   Útboðsgögn verða afhent …

Garðaúrgangur

Sumarið er komið og íbúar Borgarbyggðar keppast við að hreinsa umhverfið og snyrta garðana sína.Íbúar, fyrirtæki, starfsmenn kirkjugarða og aðrir eru beðnir um að henda ekki garðaúrgangi út fyrir lóð og láta liggja. Gámastöðin við Sólbakka tekur við garðaúrgangi og þar er opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 14.00-18.00. Einnig er gaman og gagnlegt að jarðgera garðaúrganginn í eigin …