Heimsókn frá Norðurlöndunum

maí 30, 2014

Nýverið kom hópur norrænna gesta í heimsókn til Borgarbyggðar. Þetta var hópur starfsmanna hjá landssamtökum sveitarfélaga í Danmörku, Finnlandi og Svíðþjóð. Með í för voru einnig fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um það hvernig Borgarbyggð vann sig út úr rekstrarvandanum eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þetta var fjórði hópur erlendra gesta sem kemur í heimsókn til Borgarbyggðar á undanförnum þremur árum til að fræðast um áhrif hrunsins á rekstur Borgarbyggðar og hvernig sveitarfélagið vann sig út úr vandanum.

 

Share: