Málefnasamningur meirihlutans

Hér er hægt að lesa málefnasamning meirihlutasamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar.  

Björn Bjarki forseti sveitarstjórnar

Á 114. sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar þann 18. júní, sem jafnframt var fyrsti fundur viðtakandi sveitarstjórnar, var Björn Bjarki Þorsteinsson kosinn forseti sveitarstjórnar til eins árs. Finnbogi Leifsson var kosinn fyrsti varaforseti sveitarstjórnar og Geirlaug Jóhannsdóttir var kosin annar varaforseti.Kosning í byggðarráð: Guðveig Eyglóardóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson og Magnús Smári Snorrason voru kosin í byggðarráð til eins árs og Finnbogi Leifsson, Jónína …

Ályktun um aðalstöð lögreglustjóra á Vesturlandi

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 12. júní s.l. var samþykkt svohljóðandi ályktun um aðalstöð lögreglustjóra á Vesturlandi:   “Í umræðuskjali sem innanríkisráðuneytið hefur gefið út um breytingar á lögreglulögum og nýjum umdæmum lögreglu kemur fram að aðalstöð lögreglustjóra á Vesturlandi verði í Borgarnesi. Sveitarstjórn Borgarbyggðar tekur eindregið undir þessa tillögu og fagnar því að fyrirhugað er að aðalstöð lögreglustjóra verði í …

Sýning um íslenskt atvinnulíf

Sýning um íslenskt atvinnulíf var nýverið opnuð á Bifröst með pompi og prakt að viðstöddum fjölda gesta. Sýningin fjallar um íslensk fyrirtæki og er innsýn í verðmætasköpun þeirra og og hvernig starfsmenn sjá framtíð þeirra fyrir sér.Á sýningunni eru stór myndræn veggspjöld ásamt myndböndum og ljósmyndasýningu frá fyrirtækjum á öllum sviðum atvinnulífsins. Það er Háskólinn á Bifröst sem á veg …

Hátíðardagskrá á 17. júní

Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað víða í sveitarfélaginu Á Hvanneyri stendur Ungmennafélagið Íslendingur fyrir dagskrá og þjóðhátíðargrilli. Hver og einn sér um að grilla fyrir sig. Grill á staðnum. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli að Skjólbeltum kl. 11.00. Í Lindartungu verða Ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk með leiki og veitingar kl. 14.00. Í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá sem …

Dagur hinna villtu blóma, í Einkunnum

Dagur hinna villtu blóma verður sunnudaginn 15. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.   Í tilefni dagsins verður farið í skoðunarferð í fólkvanginum Einkunnum eins og undanfarin ár. Mæting er kl. 10:00 við bílastæðin við …

Auglýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna Bjarnhóla

Sveitararstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar ásamt umhverfisskýrslu samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að landnokun við Bjarnhóla í landi Hamars verði breytt úr landbúnaði í sorpförgun og efnistöku samkvæmt uppdráttum og greinargerð dagssettri 8. apríl 2014. Skipulagssvæðið tekur til 9,8 Ha. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut …

Auglýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar – Stóra-Brákarey

Sveitararstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að landnokun í Stóru-Brákarey verði breytt samkvæmt uppdráttum og greinargerð dagssettri 8. apríl 2014. Skipulagssvæðið tekur til Stóru Brákareyar. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarbyggð frá og með 11. júní til og með 28. júlí …

Dreifing sorptunna í dreifbýli er hafin.

Í gær hófst afhending á tunnum og körum til íbúa í dreifbýli. Það mun taka allan þennan mánuð að dreifa þeim í öllu sveitarfélaginu. Bæklingur um það hvernig standa á að flokkun í endurvinnslutunnu mun berast öllum í lok mánaðar, en sambærilegur bæklingur er líka aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.