Tónlistarskólastarfið fer vel af stað

Ragnheiður og Ólafur frá ÞorgautsstöðumTónlistarskóli Borgarfjarðar fór vel af stað í haust, aðsóknin er góð er er skólinn fullsetinn. Kennsla hófst mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn.Flestir nemendur eru í píanónámi, en einnig er forskóladeild við skólann, kennt á gítar, fiðlu, blásturshljóðfæri og trommur meðal annars. Einnig er söngkennsla fyrir bæði börn og fullorðna. Kennarar við skólann eru 10 í vetur og …

Góð gjöf til nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar

Fulltrúar KB og Nettó í Borgarnesi komu færandi hendi í gær með höfðinglega gjöf til nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar. Fyrirtækin gáfu hvort um sig 500.000 krónur, samtals eina milljón sem ætluð er til húsgagnakaupa. Nemendagarðarnir sem voru teknir í notkun í haust eru í eigu Menntaskóla Borgarfjarðar og Borgarbyggðar. Á myndinni sem tekin var utan við nemendagarðana eru Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri, …

Samstarfssamningur um tómstundastarf

Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar og Sigurður Guðmundsson sambandsstjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar undirrituðu í dag samstarfssamning um tómstundastarf fyrir 6 til 16 ára börn í Borgarbyggð. Tilgangurinn með samningnum er að auka fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn á grunnskólaaldri, fjölga þátttakendum í skipulögðu félags- og tómstundastarfi og að stuðla að því að vinnudagur barnanna verði sem heildstæðastur.   Hlutverk UMSB samkvæmt samningnum …

Laust starf við Grunnskólann í Borgarnesi

Ert þú hress einstaklingur sem sem býr yfir ríkum samstarfs- og samskiptahæfileikum, sýnir furmkvæði og sjálfstæð vinnubrögð en umfram allt skartar jákvæðni og gleði? ÞÁ ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR! Vegna forfalla vantar okkur mann eða konu til að sinna ræstingu í hlutastarfi í Grunnskólanum í Borgarnesi. Vinsamlega hafðu samband við Signýju Óskarsdóttur skólastjóra, signy@grunnborg.is Einnig er hægt að …

Snjómokstur í Borgarnesi – útboð

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í snjómokstur í Borgarnesi Verkið felst m.a. í almennum snjómokstri og hálkueyðingu gatna í Borgarnesi. Samningstímabilið nær til fjögurra ára, til 1. maí 2018. Útboðsgögn verða afhent rafrænt án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 9. september 2014, senda má beiðni um gögn á netfangið jokull@borgarbyggd.is Tilboð verða opnuð í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut …

Leikskólinn Andabær – laust starf

Laust er til umsóknar starf leikskólakennara/ leiðbeinanda við leikskólann Andabæ, Hvanneyri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf hið fyrsta. Um 100% starf er að ræða. Allar nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 4337170 eða gegnum netfangið andabaer@borgarbyggd.is Einnig er að sjálfsögðu velkomið að líta við í leikskólanum og hitta á okkur.  

Grímshúsfélagið boðar félagsfund

Grímshúsfélagið boðar til félagsfundar í Alþýðuhúsinu Borgarnesi mánudaginn 1. sept. 2014, kl. 20.00. Fundarefni: Tillögur að skipulagi og hönnun Grímshúss kynntar og lagðar fram til afgreiðslu. Kynningarefni liggur frammi frá og með fimmtudeginum 28. ágúst n.k. á FB-síðu Grímshúsfélagsins, FB-síðu Sigursteins: www.facebook.com/gjafi. Tillögurnar má einnig skoða hér. Nánari upplýsingar veita Sigursteinn Sigurðsson, arkitekt FÍA, og stjórn Grímshúsfélagsins. Áhugafólk um endurbyggingu …

Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarveðlaun

Guðmundur BöðvarssonMinningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans veitir Ljóðaverlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun á samkomu í Reykholtskirkju laugardaginn 30. ágúst nk. kl. 16.00. Þetta er í níunda sinn sem veðlaunin eru veitt. Aðilar að sjóðnum eru Búnaðarsamband Vesturlands, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Samband borfirskra kvenna, Rithöfundasamband Íslands og afkomendur Guðmundar og Ingibjargar. Auk afhendinga …

Rúmlega 50 krakkar lásu um 300 bækur

Þessar þrjár stúlkur voru meðal þeirra sem tóku þátt í sumarlestrarátaki Safnahúss Borgarfjarðar í ár, en alls tóku 53 börn þátt að þessu sinni og er það nýtt héraðsmet. Bækurnar sem þessir duglegu krakkar lásu voru um 300, hvorki meira né minna. Þetta er sjöunda árið sem Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi efnir til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. …