Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarveðlaun

ágúst 26, 2014
Guðmundur Böðvarsson
Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans veitir Ljóðaverlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun á samkomu í Reykholtskirkju laugardaginn 30. ágúst nk. kl. 16.00.
Þetta er í níunda sinn sem veðlaunin eru veitt.
Aðilar að sjóðnum eru Búnaðarsamband Vesturlands, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Samband borfirskra kvenna, Rithöfundasamband Íslands og afkomendur Guðmundar og Ingibjargar.
Auk afhendinga verðlauna er dagskrá með tónlistarflutningi og ljóðalestri. Allir eru velkomnir og alveg sérstaklega félagar í aðildarfélögum sjóðsins.
 

Share: