Þekkir þú kettina?

Þessir tveir kettir eru í vörslu hjá gærudýraeftirliti Borgarbyggðar. Þeir voru handsamaðir í Borgarnesi og eru styggir. Ef einhver telur sig þekkja kettina er sá hinn sami beðinn um að hafa samband Björgu Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa í síma 433 7100 eða Skúla í síma 892 5044.  

Landsæfing Rauða krossins – Eldað fyrir Ísland

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða um 50 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Í Borgarbyggð verða fjöldahjálparstöðvarnar þrjár, í Menntaskóla Borgarfjarðar, Háskólanum á Bifröst og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Opið verður frá kl. …

Samband ísl. sveitarfélaga – Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar

Miðvikudaginn 8. október kom nýkjörin stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga saman til fyrsta fundar í húsakynnum sambandsins . Í stjórn sambandsins sitja 11 manns – þrír frá Reykjavíkurborg og tveir frá öðrum kjördæmum, suðvesturkjördæmi, norðvesturkjördæmi, norðausturkjördæmi og suðurkjördæmi. Jónína Erna Arnardóttir í Borgarnesi er önnur tveggja fulltrúa norðvesturkjördæmis í stjórninni og Ragnar Frank Kristjánsson á Hvanneyri varafulltrúi. Á myndinni eru þau …

Ný gangstétt við Brákarbraut

Verið er að gera nýja gangstétt við Brákarbraut, frá verkalýðshúsinu að Bjarnarbraut. JBH-Vélar áttu lægsta tilboð í verkið. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var fyrir skömmu má sjá hvar menn frá Malbikunarstöðinni Höfða eru að malbika undir kantstein. Gatan sjálf hefur einnig verið lagfræð. Myndina tók Jökull Helgason.  

Einbýlishús til sölu á Varmalandi

Á Varmalandi er þetta einbýlishús til sölu. Húsið sem þarfnast nokkurra endurbóta, er samtals 178,7 ferm. (hæð 114,7 ferm., kjallari 36,1 ferm. og bílskúr 27,9 ferm.). Húsið var byggt árið 1976 og stendur á 923 ferm. leigulóð. Ásett verð er kr. 15.000.000 og afhendingartími samkomulag. Sjá nánar á vef Fasteignasölu Inga Tryggvasonar www.lit.is  

Vegurinn við Atlantsolíu lagfærður

                          Búið er að leggja nýja klæðningu á veginn milli þjóðvegar 1 og Vallaráss/Sólbakka norður. Vegurinn var bæði breikkaður og lagaður til.Áður var búið að fylla í skurð sem þarna var vegna slysahættu sem af honum stafaði. Borgarverk í Borgarnesi sá um verkið. Myndina tók Jökull Helgason.   …

Nýtt embætti lögreglustjóra í Borgarnesi samkv. drögum

Innanríkisráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta, en breytingar á umdæmunum ganga í gildi 1. janúar 2015 samkvæmt lögum frá því í vor. Efni reglugerðanna er tvíþætt: Annars vegar er kveðið á um hver umdæmamörk hinna nýju embætta verða og hins vegar hvar aðalstöðvar lögreglustjóra og aðalskrifstofur sýslumanna skuli staðsettar, sem …

Kantsteinn og hjólfarafylling

Margir vegfarendur hafa velt því fyrir sér hvaða tilstand er við þjóðveg 1 á móts við Dílahæð í Borgarnesi. Þarna er um að ræða framkvæmd Vegagerðarinnar en búið er að fræsa burt kantstein sem þarna var. Þá stendur til að hjólfarafylla veginn, malbika og steypa svo nýjan kantstein. Reiknað er með að malbikunarstöðin Höfði ljúki malbikun í vikunni. Fyrirtækið JBH-Vélar …

Fjölmenni á opnun sýningar um Bjarna á Laugalandi

Ríflega hundrað manns komu í Safnahús s.l. laugardag þegar sýning um Bjarna Helgason á Laugalandi var opnuð. Meðal þess sem sjá má á sýningunni er ljósmyndabúnaður Bjarna í gegnum tíðina auk persónulegra muna úr lífi hans. Ennfremur má sjá ljósmyndir úr myndasafni Bjarna sem fjölskylda hans hefur gefið skjalasafninu. Sýningin um er í anddyri bókasafns og stendur fram í nóvember. …