Samband ísl. sveitarfélaga – Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar

október 14, 2014
Miðvikudaginn 8. október kom nýkjörin stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga saman til fyrsta fundar í húsakynnum sambandsins .
Í stjórn sambandsins sitja 11 manns – þrír frá Reykjavíkurborg og tveir frá öðrum kjördæmum, suðvesturkjördæmi, norðvesturkjördæmi, norðausturkjördæmi og suðurkjördæmi. Jónína Erna Arnardóttir í Borgarnesi er önnur tveggja fulltrúa norðvesturkjördæmis í stjórninni og Ragnar Frank Kristjánsson á Hvanneyri varafulltrúi. Á myndinni eru þau ásamt öðrum stjórnarmönnum á fyrsta fundi stjórnarinnar.
Á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Einarsson, S. Björn Blöndal, Aldís Hafsteinsdóttir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Halldór Halldórsson formaður, Karl Björnsson framkvæmdastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Axel Axelsson, Jónína Erna Arnardóttir og Ragnar Frank Kristjánsson. Sjá nánar á vef Sambands ísl. sveitarfélaga www.samband.is
 

Share: