Símenntunarmiðstöðin – raunfærnimat

Viltu fá starfsreynslu og vel leyst lífsverkefni metin til framhaldsskólaeininga? Raunfærnimat er fyrir þá sem hafa reynslu og þekkingu á ákveðnu sviði án þess að hafa viðurkenningu úr formlega skólakerfinu. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat: Fyrir leikskólaliða – mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af vinnu með börnum. Fyrir félagsliða – mat og staðfesting á þekkingu og …

Vel sótt og skemmtilegt æskulýðsball

Árlegt forvarnar- og æskulýðsball fór fram í Hjálmakletti í síðurstu viku. Ballið er haldið af Húsráði félagsmiðstöðvarinnar Óðals fyrir unglinga í 8.-10. bekk allra grunnskóla á Vesturlandi. Ballið sem nú var haldið í 24. skipti, fór einstaklega vel fram og voru krakkarnir til fyrirmyndar. Margir vestlendingar kannast vel við þessa dansleiki og eiga góðar minningar frá fyrstu alvöru böllum unglingsáranna. …

Borgarbyggð keppir í Útsvari

Lið Borgarbyggðar keppir í þættinum Útsvar á Ruv í kvöld, föstudaginn 7. nóvember. Liðið er skipað sömu einstaklingum og kepptu á síðasta ári en það eru Stefán Gíslason, Eva Hlín Alfreðsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson. Liðinu er óskað góðs gengis í kepninni.    

Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd

Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd hvað varðar mál nr. 1 á svæði 8 vestur, þ.e. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi mánudaginn 10. nóvember og hefst kl. 9.oo Mál 1 sem nú er til umfjöllunar nær yfir fjalllendi Hraunhrepps, Álftaneshrepps og Borgarhrepps. Þinghaldið er öllum opið.  

Sláturgerð á Kleppjárnsreykjum

Krakkarnir í 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum brettu upp ermar í gær og skelltu sér í sláturgerð. Allir bekkurinn tók þátt og sýndu þau mikinn dugnað og snilldartilþrif við sláturgerðina. Meðfram sláturgerðinni elduðu þau hádegismatinn og buðu samnemendum sínum og starfsfólki skólans upp á tortillur með grænmeti og tilheyrandi. Í dag verður svo að sjálfsögðu glænýtt slátur á borðum …

Gunnar Halldórsson meistari járninganna

Járningadagar fóru fram að Völlum í Ölfusi dagana 25. og 26. október s.l. Þar var einnig haldið Íslandsmót í járningum og kepptu níu járningamenn um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar Halldórsson frá Arnbjörgum á Mýrum sigraði keppnina og varð þar með Íslandsmeistari í járningum annað árið í röð. Myndin var tekin þegar Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar færði Gunnari blómvönd og hamingjuóskir …

Viðtalstímar sveitarstjórnar

Þriðjudaginn 4. nóvember verða fulltrúar úr sveitarstjórn Borgarbyggðar til viðtals í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá kl. 16,00 – 18,00. Íbúar eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að ræða málin við sveitarstjórn. Heitt á könnunni.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar  

Loftgæðamælingar í Borgarbyggð

Samkvæmt dreifingarspá Veðurstofunnar má gera ráð fyrir að móðuna frá eldgosinu í Holuhrauni leggi yfir Borgarbyggð frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns. Gera má ráð fyrri að á þeim tíma geti loftgæði orðið, staðbundið og tímabundið, slæm eða jafnvel óholl. Umhverfisstofnun hefur tvo loftgæðamæla í sveitarfélaginu; annar þeirra er staðsetttur í Húsafelli og hinn hefur lögreglan í Borgarnesi. Hvorugur mælirinn er nettengdur …

Krabbameinsfélag Borgarfjarðar – aðalfundur

                  Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfjarðar verður haldinn mánudaginn 3. nóvember, að Borgarbraut 65a, í húsnæði félagsstarfs eldri borgara, kl. 20.00 Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða á fundinum kynntar og ræddar hugmyndir um samverustundir (opið hús) fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra á komandi vetri. Allir velkomnir óháð félagsaðild!  

Undirskriftalisti – vantar leikvöll í Bjargslandið

Þrír vaskir krakkar úr Bjargslandinu í Borgarnesi komu á fund Kolfinnu sveitarstjóra í gær og afhentu henni undirskriftalista barnanna í hverfinu. Þau fara fram á úrbætur í leikvallamálum en í texta með undirskriftun segir:   “Okkur krakkana í Bjargslandi langar að fá eitthvað svæði í hverfinu okkar þar sem við getum leikið okkur til dæmis í fótbolta. Enginn sléttur blettur …