Kveikt á jólatré Borgarbyggðar (ný tímasetning)

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi laugardaginn 06. desember kl. 17,00.   Dagskrá: Ávarp Guðveigar Eyglóardóttur formanns byggðarráðs Kór eldri borgara syngur nokkur lög undir stjórn Zsuzsönnu Budai. Jólasveinar koma til byggða og gleðja með söng og skemmtilegheitum. Nemendur níunda bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi gefa gestum heitt kakó.    

Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd

Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd hvað varðar mál nr. 3 á svæði 8 vestur, þ.e. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi mánudaginn 08. desember og hefst kl. 09,00. Mál 3 sem nú er til umfjöllunar nær yfir Kjarardal, Lambatungur, Tvídægru, Hellistungur og Helgavatnssel. Þinghaldið er öllum opið.    

Ræsting – laust starf í Borgarnesi

Laust starf við Grunnskólann í Borgarnesi Ert þú hress einstaklingur sem sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð? ÞÁ ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR! Okkur vantar mann eða konu til að sinna ræstingu í hlutastarfi í Grunnskólanum í Borgarnesi. Starfið er laust núna strax. Vinsamlega hafðu samband við Signýju Óskarsdóttur skólastjóra, signy@grunnborg.is Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni …

Slá þú hjartans hörpustrengi – Aðventutónleikar í Reykholtskirkju

Aðventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastdæmis verða í Reykholtskirkju í kvöld, fimmtudaginn 4. deesember og hefjast kl. 20.00. Fram koma Elísabet Waage hörpuleikari, Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Hilmar Örn Agnarsson gítarleikari. Á efnisskrá eru íslensk og erlend aðventu- og jólalög.  

Fatsöfnun og pökkun til neyðaraðstoðar

Mánudaginn 8. desember kl. 17.00 ætla sjálfboðaliðar Rauða krossins að hittast í Félagsbæ til að pakka fatnaði fyrir flóttafólk frá Úkraínu sem flúið hefur til Hvíta Rússlands. Þá verður einnig safnað saman öðrum hlýjum vetrarfatnaði og vetrarskóm til að senda með. Allur fatnaður nýtist, fyrir alla aldurshópa og bæði kyn. Teppi eru einnig vel þegin. Við sama tækifæri munum við …

Alþjóðadagur fatlaðra – 3. des.

Alþjóðadagur fatlaðs fólks er 3. desember. Af því tilefni ætlar Fjöliðjan í Borgarnesi að vera með opið hús að Kveldúlfsgötu 2b í Borgarnesi frá kl. 13.00 – 15.30. Léttar veitingar og óvæntar uppákomur. Búðin verður opin og Dj GummiINGI sér um að koma öllum í stuð. Allir velkomnir!   Fjöliðjan verður svo með jólamarkað í húsnæði Kollubars á Hvanneyri sunnudaginn …

Snorrastofa – fyrirlestur í kvöld

Lausafjáreign bænda og búaliðs í Borgarfirði á 19. öld Már Jónsson sagnfræðingu fyltur fyrilestur í bókhlöðu Snorrastofu í kvöld, þriðjudaginn 2. desember kl. 20.30. Tilefnið er bókin Hvítur Jökull, snauðir menn, sem Snorrastofa gaf nýverið út í samvinnu við SÖGU jarðvang. Umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir.  

Undirbúningur friðlýsingar – íbúafundur á Hvanneyri

Gamli skólinn Gamla bæjartorfan á Hvanneyri – undirbúningur friðlýsingar Landbúnaðarháskóli Íslands og Minjastofnun Íslands hafa ákveðið að hefja undirbúning að friðlýsingu gömlu bæjartorfunnar á Hvanneyri ásamt minjum, flæðiengjum og fitjum á bökkum Hvítár. Friðlýsingin mun taka til gömlu húsana, ástýndar staðarins, mannvistarleifa, garða, minningarmarka í kirkjugarði, jarðræktarminja, flóðgarða og áveitukerfa sem tengdust engjarækt á bökkum Hvítár. Er þetta í fyrsta …

Ályktun vegna Landbúnaðarháskóla Íslands

Á aukafundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í dag var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:   Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir mikilli ánægju með þær tillögur um aukin fjárframlög til Landbúnaðarháskóla Íslands af hálfu ríkisvaldsins sem kynntar hafa verið. Mikilvægt er að tryggja rekstrargrundvöll skólans og efla enn frekar faglegt starf hans sem átt hefur undir högg að sækja vegna fjárskorts undanfarin ár. Landbúnaðarháskólinn er …