Söfnun á rúlluplasti 2015

Áætlað er að söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð verði þrisvar sinnum í ár, 16.-20. mars, 22.-26. júní og 23.-27. nóvember. Þeir sem óska eftir að láta sækja til sín rúlluplast eru beðnir að senda póst á netfangið embla@borgarbyggd.is eða láta vita í síma 433 7100. Frágangur á plasti þarf að vera þannig að annað hvort verði það sett …

Asahláka og hvassviðri

Spáð er asahláku og hvassviðri í dag og um helgina. Til að koma í veg fyrir skemmdir og óþægindi vegna flóða vill slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar koma þeirri ábendingu til íbúa sveitarfélagsins að athuga niðurföll við hús sín og hreinsa frá þeim ef þörf er á.  

Skýrsla sveitarstjóra 12.mars

Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar í gær. Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Hægt er að hlusta á fund sveitarstjórnar í heild sinni á vef Borgarbyggðar á slóðinni https://borgarbyggd.is/stjornsysla/fundagerdir/sveitarstjorn/nr/18423/. Skýrsluna má nálgast hér.  

Nýr sviðsstjóri ráðinn – Umhverfis- og skipulagssvið

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi 12. mars að ráða Guðrúnu S. Hilmisdóttur í starf sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs. Starfið var auglýst 9. janúar og var umsóknarfrestur til og með 26. janúar. 23 sóttu um starfið.   Guðrún S. HilmisdóttirGuðrún S. Hilmisdóttir er byggingarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og Danmarks Tekniske Universitet. Guðrún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og verkfræðistörfum. …

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi 11-mars

  Blóðbankabíllin verður við N1 í Borgarnesi miðvikudaginn 11. mars næstkomandi frá kl. 10.00 til kl. 17.00. Allir velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf!  

Laust starf innheimtufulltrúa hjá Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf innheimtufulltrúa. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Verkefni og ábyrgðarsvið: Ábyrgð á útgáfu og útsendingu reikninga Umsjón með innheimtuaðgerðum og útsendingu innheimtubréfa Álagning fasteignagjalda og umsjón húsaleigubóta Móttaka og símsvörun hluta dags Almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: Stúdentspróf Reynsla sem nýtist í starfi …

Deiliskipulag gamla miðbæjarins – íbúafundur

Almennur íbúafundur í Borgarnesi   Borgarbyggð boðar til íbúafundar miðvikudaginn 11. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00.   Á fundinum mun Sigursteinn Sigurðsson arkitekt kynna deiliskipulag gamla miðbæjarins sem nú er í auglýsingu skv. skipulagslögum en frestur til að gera athugasemdir við skipulagið er til 23. mars …

Atvinna – Búsetuþjónusta fatlaðra

Búsetuþjónusta fatlaðra í Borgarnesi auglýsir eftir hressu og jákvæðu fólki sem er tilbúið til að aðstoða fólk með fötlun í daglegu lífi, inni á heimilum og úti í samfélaginu. Starfið er vaktavinna. Unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Um er að ræða hlutastarf frá og með 1. apríl og út sumarið, möguleiki á áframhaldandi vinnu næsta vetur. Einnig vantar …

Söfnun Blóðbankans fellur niður

Söfnun Blóðbankans sem fara átti fram í Borgarnesi á miðvikudag og auglýst er hér á síðunni, fellur niður vegna slæmrar veðurspár. Nánar auglýst síðar.  

Leigusamningur og starfslok

Undirritaður hefur verið leigusamningur milli Leikdeildar Ungmennafélagsins Skallagríms, annars vegar, og Borgarbyggðar, Ungmennafélagsins Egils Skallagrímssonar og Ungmennafélagsins Björns Hítdælakappa hinsvegar. Samkvæmt samningnum mun Leikdeild Umf. Skallagríms leigja félagsheimilið Lyngbrekku til tveggja ára og sjá um allan rekstur hússins á þeim tíma. Í kjölfar samningsins sömdu sveitarfélagið og Einar Ole Pedersen um starfslok hans en Einar Ole hefuri verið húsvörður í …