Leigusamningur og starfslok

mars 2, 2015
Undirritaður hefur verið leigusamningur milli Leikdeildar Ungmennafélagsins Skallagríms, annars vegar, og Borgarbyggðar, Ungmennafélagsins Egils Skallagrímssonar og Ungmennafélagsins Björns Hítdælakappa hinsvegar. Samkvæmt samningnum mun Leikdeild Umf. Skallagríms leigja félagsheimilið Lyngbrekku til tveggja ára og sjá um allan rekstur hússins á þeim tíma. Í kjölfar samningsins sömdu sveitarfélagið og Einar Ole Pedersen um starfslok hans en Einar Ole hefuri verið húsvörður í Lyngbrekku frá ársbyrjun 1999. Sveitarstjóri færði Einari Ole blóm og þakkaði honum vel unnin störf síðastliðin 15 ár.
 
 

Share: