Altari frá Hjörsey

Byggðasafni Borgarbyggðar barst merkur gripur á dögunum, gamalt altari frá Hjörsey á Mýrum. Því fylgdi sú saga að það væri ekki úr síðustu kirkju þar heldur enn eldri kirkju. Því má gera því skóna að það sé að minnsta kosti 150 ára gamalt. Kirkja var aflögð í Hjörsey árið 1896. Hún tilheyrði Hítarnesþingum en kirkjur þar voru þá þrjár, á …

Umfjöllun um skólahreysti – leiðrétting

Í nýútkomnu fréttabréfi Borgarbyggðar er grein um gott gengi Grunnskólans í Borgarnesi í undankeppni skólahreysti. Þar kemur fram að lið skólans náði 3. sæti, það sé besti árangur skólans í keppninni og fyrsta skipti sem lið skólans stendur á verðlaunapalli. Þetta er ekki alveg rétt því Grunnskólinn í Borgarnesi hefur einu sinni áður verið í 3. sæti. Það var árið …

Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi 2015

Grunnskólinn í Borgarnesi leitar að öflugu fólki í eftirtaldar stöður frá og með 1. ágúst 2015. Deildarstjóri unglingastigs Menntun, reynsla og hæfni: • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla. • Meistarapróf eða framhaldsmenntun sem nýtist í starfi. • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar. • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur. • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar. • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af …

Sundlaugar í Bogarbyggð – opnunartími um páska

    Sundlaugin í Borgarnesi verður opin á skírdag, laugardag fyrir páska og annan í páskum. Lokað verður á föstudaginn langa og páskadag:   2. apríl, skírdagur, opið frá kl. 9.00 – 18.00 3. apríl, föstudagurinn langi, lokað 4. apríl, laugardagur, opið frá kl. 9.00 – 18.00 5. apríl, páskadagur, lokað 6. apríl, annar í páskum, opið frá kl. 9.00 …

Talmeinafræðingur óskast til starfa

  Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf talmeinafræðings. Starfshlutfall er 60% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru greining og meðferð talmeina sem og ráðgjöf til foreldra og kennara um talmeinamál. Viðkomandi skal vera áreiðanlegur, lipur í samskiptum og sýna sjálfstæð, skipulögð og vönduð vinnubrögð. Gerð er krafa um próf í talmeinafræðum frá Háskóla …

Sálfræðingur óskast til starfa

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á fjölskyldusviði. Starfshlutfall er 100% og mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf í júní nk. Helstu verkefni eru þjónusta við börn og fjölskyldur, barnaverndarmál, þjónusta við fatlaða og önnur tilfallandi verkefni á sviði velferðarmála. Gerð er krafa um háskólapróf í sálfræði, hæfni í þverfaglegu samstarfi, færni í mannlegum samskiptum sem og frumkvæði …

Íbúafundur í Hjálmakletti á mánudag

          Fundarboð – almennur íbúafundur   Boðað er til íbúafundar mánudaginn 30. mars kl. 20.00 í Hjálmakletti í Borgarnesi.     Dagskrá:   Rekstur og skipulag fræðslumála í Borgarbyggð   Eignir í eigu Borgarbyggðar, nýtingarmöguleikar og eignarhald …

Fréttabréf Borgarbyggðar 2015

Fréttabréf Borgarbyggðar, mars 2015, er komið á vef sveitarfélagsins og það má nálgast hér. Fréttabréfið verður svo borið í hús á næstu dögum.  

Rafmagnslaust í Reykholtsdal og Hálsasveit í dag

  Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að rafmagnslaust verður frá kl. 13.00 – kl. 16.00 í dag frá Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal að Augastöðum í Hálsasveit og Deildartungu. Er þetta vegna vinnu við háspennulínu. “Rarik biðst afsökunar á óþægindum sem af þessu stafa.”  

Passíusálmar og nútímalist í Safnahúsi

Hópur nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar sótti Safnahús heim ásamt kennara sínum Lilju S. Ólafsdóttur. Þau skoðuðu Pálssafn og kynntu sér m.a. fyrstu útgáfur passíusálmanna, en fengu einnig kynningu á nútímalist og skoðuðu sýningu Loga Bjarnasonar, Morphé. Rætt var m.a. um ólík tjáningarform og samruna listforma svo sem bókmennta, leiklistar, höggmyndalistar og leiklistar.   Pálssafn er fallegt einkabókasafn sem gefið var Safnahúsi …