Kvenréttindadagurinn í Klettaborg

Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt mættu kennarar í Klettaborg í gömlum og nýjum „kvennahlaupsbolum“ til starfa í dag.  

Samningur um þjónustumiðstöð UMSB

Þriðjudaginn 16.júní var undirritaður samningur Borgarbyggðar og Ungmennasambands Borgarfjarðar um húsnæði þjónustumiðstöðvar UMSB. Samningurinn kveður á um að Borgarbyggð leggi UMSB til húsnæði við Skallagrímsgötu 7a undir þjónustumiðstöð íþrótta, tómstunda og æskulýðsmála. Í þjónustumiðstöðinni verða skrifstofur UMSB ásamt því sem Þar verður fundar- og félagsaðstaða allra aðildarfélaga sambandsins. Þjónustumiðstöðin er vel staðsett á íþróttasvæðinu í Borgarnesi og er frábær viðbót …

Laust starf á umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf fulltrúa á umhverfis-og skipulagssviði. Starfshlutfall er100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru umsjón með umhverfis-og landbúnaðarmálum, svo sem sorpmálum, snjómokstri, fjallskilamálum, refa- og minkaeyðingu, opnum svæðum og öðrum tilfallandi verkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi • Þekking á staðháttum í Borgarbyggð …

Íþróttamiðstöð lokuð fyrir hádegi á fimmtudag

  Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 18. júní næstkomandi. Þá verða sturtur lagfærðar í húsinu. Áætlað er að viðgerð verði lokið kl. 12.00 og íþróttamiðstöðin þá opnuð aftur.  

Brúin til framtíðar í fjármálum

Á fundi sveitarstjónrar Borgarbyggðar 11. júní var lögð fram skýrsla Ráðgjafarsviðs KPMG, Brúin til framtíðar í fjármálum, sem er um markmiðssetningu til framtíðar í fjármálum Borgarbyggðar. Hér er skýrslan í heild.    

Umsóknir um starf forstöðumanns búsetuþjónustu

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns búsetuþjónustu rann út mánudaginn 8. júní. Umsækjendur eru: Daníel Sigurðsson Glad, B.Sc. í viðskiptafræði Guðbjörg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi Gunnar Kristinn Þórðarson, BA í Guðfræði og meistaranám í opinberri stjórnsýslu Lilja Gissurardóttir, þroskaþjálfi Sylvía Ósk Rodriguez, þroskaþjálfi Ráðið verður í stöðuna á næstunni.    

17. júní hátíðardagskrá í Borgarbyggð

Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað með fjöri og fjölskylduskemmtun víða í sveitarfélaginu.   Umf. Íslendingur stendur fyrir hátíðahöldum á Hvanneyri sem hefjast kl. 11,00. Umf. Reykdæla stendur fyrir hátíðahöldum í Reykholti og Logalandi sem hefjast kl. 11,00. Umf. Dagrenning sér um hátíðardagskrá í Brautartungu og víðar sem hefst kl. 14,00. UMSB-hlaupið hefst á Skallagrímsvelli kl. 10,00. Guðsþjónusta í Borgarneskirkju hefst kl. …

Leikskólinn Klettaborg – skemmtilegt starf

Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólann Klettaborg, Borgarbraut 101, Borgarnesi. Í leikskólanum dvelja allt að 65 börn við leik og störf. Leikskólakennarar/leiðbeinendur eru 20 þar af helmingur faglærðir og leiðbeinendur með mikla reynslu. Áhersluatriði í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling. Hæfniskröfur: Leyfisbréf sem leikskólakennari Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum Frumkvæði í starfi og faglegur …

Skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi

Staða skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi er laus til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á árangur og vellíðan nemenda í góðu samstarfi við starfsmenn. Grunnskólinn í Borgarnesi er skóli með um 300 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Starfsemi skólans skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, …

Styrkur til félagasamtaka og nemendafélaga vegna hreinsunar svæða

Eins og undanfarin ár býðst félagasamtökum og nemendafélögum styrkur frá Borgarbyggð fyrir að standa fyrir hreinsunarátaki á ákveðnum svæðum. Þeir sem hafa áhuga slíku er bent á að hafa samband við Guðrúnu S. Hilmisdóttur, sviðsstjóra umhverfis -og skipulagssviðs, netfang gudrunh@borgarbyggd.is