Skýrsla sveitarstjóra 8. október

Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar 8. október. Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Fundargerð sveitarstjórnar er hægt að nálgast á vef Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast hér.  

Sýningin Gleym þeim ei hefur verið framlengd

Sýningin Gleym þeim ei hefur verið framlengd til 13. nóvember, en upprunalega var gert ráð fyrir sýningartíma út október. Metaðsókn hefur verið að sýningunni og hefur hún hlotið einróma lof gesta. Þar er sögð saga fimmtán kvenna af starfssvæði safnanna og fór öll efnisöflun fram í nánu samstarfi við fjölskyldur þeirra sem rituðu texta og útveguðu myndir og gripi. Þess …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2015

Á Sauðamessu sl. laugardag, 3. október voru veittar umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar.Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands lagði mat á innsendar tilnefningar frá íbúum og veitti þeim aðilum viðurkenningar sem þóttu skara fram úr á sviði umhverfismála. Formaður umhverfis-, skipulags- og landbúnaðar veitti viðurkenningarnar.   Hér má sjá hverjir hlutu viðurkenningarnar í ár og einnig viðurkenningarhafa fyrri ára.  

Samið um ljósleiðara til heimila í Borgarnesi og á Hvanneyri

  Stjórnendur Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) og Borgarbyggðar skrifuðu síðastliðinn föstudag undir viljayfirlýsingu um samstarf við ljósleiðaravæðingu heimila í þéttbýli Borgarbyggðar. GR ætlar að tengja öll heimili í þéttbýliskjörnunum í Borgarnesi og á Hvanneyri á árunum 2016 til 2018. Um 900 heimili í Borgarnesi verða tengd ljósleiðaranum og um 80 á Hvanneyri. Ljósleiðarastrengur GR liggur nú þegar í gegnum sveitarfélagið, að …

STARF Á SKRIFSTOFU UMSB

Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar eftir starfsmanni á skrifstofu sambandsins í fjölbreytt og spennandi starf á sviði tómstundamála í Borgarbyggð. Um er að ræða fullt starf.   Helstu verkefni eru skipulagning og yfirumsjón með íþrótta- og tómstundaskóla fyrir börn í 1.-4.bekk, sumarstarfi grunnskólabarna og starfsemi félagsmiðstöðva í Borgarbyggð ásamt öðrum verkefnum á sviði tómstunda- og íþróttamála.   Menntunar og hæfniskröfur: Menntun á …

Dekkjakurl á sparkvöllum

Sveitarfélagið Borgarbyggð er meðvitað um umræðu um hættu á notkun gúmmíkurli úr notuðum hjólbörðum á íþrótta-og leiksvæðum og tekur hana alvarlega. Sveitarfélagið hefur leitað upplýsinga um málið hjá KSÍ auk þess sem óskað hefur verið eftir áliti sambandsins á notkun gúmmíkurls almennt. Unnið er að málinu innan KSÍ og von er á upplýsingum þaðan síðar í haust. Fylgst verður með …

Viðtalstímar sveitarstjórnar

Minnt er á viðtalstíma sveitarstjórnar Borgarbyggðar en þeir verða sem hér segir fram að áramótum:   Miðvikudaginn 7. október kl. 20:00-22:00 í Lindartungu. Miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20:00-22:00 í Brún. Miðvikudaginn 9. desember kl. 20:00-22:00 í Þinghamri.   Íbúar eru hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi.  

Aðstoðarmatráður í mötuneyti Grunnskóla Borgarfjarðar

Vegna forfalla (fæðingarorlofs) vantar aðstoðarmatráð að Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Starfshlutfall er 100% og þarf umsækjandi að geta hafið störf um miðjan nóvember. Laun skv. kjarasamningi Kjalar og Samb.ísl sveitarfélaga. Upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir skólastjóri í síma 8401520 Umsóknum skal skila á netfangið ingibjorg.adda.konradsdottir@gbf.is  

Starf við afleysingar

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar tímabundið 50-100% starf við afleysingar við afgreiðslu- og innheimtustörf í ráðhúsi Borgarbyggðar.   Verkefni og ábyrgðarsvið Móttaka og símsvörun. Almenn skrifstofustörf. Bókhalds- og innheimtustörf Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur Stúdentspróf. Reynsla sem nýtist í starfi. Þekking á Navision. Góð tölvukunnátta. Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum. Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta í …