Úthlutun úr Samfélagssjóði Eflu

Í gær fengu tvær stofnanir sveitarfélagsins, Safnahúsið og Tónlistarskólinn, viðurkenningu Samfélagssjóðs verkfræðistofunnar EFLU fyrir samstarfsverkefni stofnananna um listræna sköpun ungs fólks. Um er að ræða þróunarverkefni þar sem nemendur semja lög við ljóð borgfirskra skálda og eru verkin síðan flutt á tónleikum í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta. Styrkur EFLU er veittur vegna ársins 2016, en þá munu nemendur vinna með …

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Í dag fellur skólahald niður í Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólahald í Grunnskólanum í Borgarnesi er með eðlilegum hætti. Leikskólar í Borgarnesi eru einnig opnir.   Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni, enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum. Foreldrar leggja sjálfir …

Tónleikum í Reykholtskirkju í kvöld frestað vegna veðurs

Frestun verður á tónleikum kvöldsins, sem vera áttu í Reykholtskirkju kl. 20:00. Þetta eru tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastsdæmis með tónlistarmönnunum Andrési Þór Gunnlaugssyni, Jóni Rafnssyni og Karli Olgeirssyni í samblandi við ljóðalestur með aðventublæ í höndum Guðlaugs Óskarssonar og Kristínar Á. Ólafsdóttur. Tónleikunum hefur verið frestað til þriðjudagsins 15. desember kl. 20:00. Með bestu kveðju frá aðstandendum tónleikanna. …

Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð – 2015-11-25

Húsafell, Stuttárbotnar – nýtt deiliskipulag, lýsing Sveitarstjórn samþykkti 12. nóvember 2015 að auglýsa lýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Stuttárbotna í Húsafelli. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 30. október 2015 og felur meðal annars í sér skipulag fyrir 162 frístundalóðir og útivistarsvæði. Lýsingin verður auglýst frá 25. nóvember til og með 11. desember 2015, skv. 41. …

Tilkynning frá OR

Skolun um brunahana í Borgarnesi í efri hluta bæjarins hófst um kl. 9 á sunnudag og lauk um kl. 15. Nú undanfarna daga eftir að nýi síubúnaðurinn var settur upp í dælustöð Grábrókarhrauni hefur OR unnið að skolun lagna milli Bifrastar og Borgarness ásamt dreifikerfum í sumarhúsahverfum. Skolað er út um brunahana og tæmiloka á lögnunum. Við skolun í Borgarnesi …

Út er komin mannfjöldaspá fyrir Borgarbyggð til ársins 2015

Spáin er unnin af dr. Vífli Karlssyni, hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti í september sl. að láta vinna mannfjöldaspá fyrir Borgarbyggð til ársins 2025 þar sem einnig yrði spáð fyrir um aldursdreifingu. Í skýrslunni er einnig að finna stutta umfjöllun um sögulega íbúaþróun og fæðingartíðni í Borgarbyggð, vænta þróun atvinnulífsins, samgangna, fjarskipta og höfuðborgarsvæðisins.   Spáin kveður …

Snjómokstur í dreifbýli

Samþykktar hafa verið viðmiðunarreglur vegna snjómoksturs í dreifbýli Borgarbyggðar. Ekki er um eiginlegar breytingar á fyrirkomulagi snjómoksturs að ræða, heldur er markmiðið að auka upplýsingaflæði og skýra verkferla.   Viðmiðunarreglur má finna hér   Kort af vetrarþjónustu eru unnin af og birt hér með leyfi Vegagerðarinnar.   Kort af vetrarþjónustu, uppsveitir Kort af vetrarþjónustu, Norðurárdalur Kort af vetrarþjónustu, vestur   …