Umsóknir um starf sveitarstjóra í Borgarbyggð

Útrunninn er umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra í Borgarbyggð. 26 sóttu um starfið en það eru: Ásgerður Drífa Stefánsdóttir Birgir Finnbogason Einar Örn Thorlacius Finnur Guðmundsson Freyr Einarsson Gunnar Kristinn Þórðarson Gunnar Tr. Halldórsson Gunnlaugur Auðunn Júlíusson Gunnólfur Lárusson Hermann Ottósson Hrannar Björn Arnarsson Inga Birna Ólafsdóttir Jón Pálmi Pálsson Kristbergur Ómar Steinarsson Lárus Páll Pálsson Magnús Jóhannesson María Sæmundsdóttir Ólöf …

Óþarfa offarsi

Fréttatilkynning frá Ungmennafélagi Reykdæla Ungmennafélag Reykæla í Borgarfirði frumsýnir næstkomandi föstudag, 4. mars, leikritið Óþarfa offarsa eftir bandaríska leikarann og leikskáldið Paul Slade Smith. Leikritið er farsi eins og nafnið bendir til og skartar hvorki fleiri né færri en átta hurðum eins og góðum farsa sæmir. Verkið var fyrst frumsýnd árið 2006 í Bandaríkjunum og hefur verið sett upp nær …

Árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandsdeild

Fimmtudaginn 3. mars verður árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandsdeildar haldin í Þinghamri. Fjörið hefst kl. 17,00 Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Frítt inn en kaffið kostar. Hvetum alla til að koma konur, karla, ömmur, afa, frænkur og frændur! Verðskrá: Fullorðnir: 1000 kr Börn í grunnskóla: 500 kr Frítt fyrir börn í leikskóla Frítt fyrir þriðja barn.  

Lokun Skúlagötu og prufuholur Borgarbraut 57 – 59

Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur hafa staðið í framkvæmdum við lagfæringar á fráveitu í Skúlagötu. Stefnt var að því að ljúka þeim í síðustu viku en það tókst ekki og verður Skúlagata því lokuð eitthvað áfram.   Um helgina voru gerðar prufuholur á lóðunum Borgarbraut 57 -59 til að kanna jarðvegsaðstæður.  

Vináttuverkefni Barnaheilla

Vináttuverkefni Barnaheilla var formlega tekið til notkunar fimmtudaginn 25. febrúar 2016 með athöfn í leikskólanum Kópahvoli í Kópavogi. Kristín Gísladóttir leikskólastjóri Uglukletts var viðstödd útgáfugleðina og tók við það tækifæri á móti þakklætisvotti fyrir hönd leiksólans. Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir 3-8 ára börn. Verkefnið er nú tilbúið til notkunar fyrir alla leikskóla á Íslandi eftir eins árs þróunarvinnu …

Borgarbyggð auglýsir eftir öflugum leiðtoga

Borgarbyggð auglýsir stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar.   Starfssvið Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og mannauðsmálum Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og byggðarráðs Sveitarstjóri gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við og annast samskipti við íbúa, stofnanir, samtök og fyrirtæki   Hæfniskröfur Leiðtogahæfni, frumkvæði og …

Saman getum við meira í Klettaborg!

Leikskólinn Klettaborg hefur s.l. 2 ár innleitt Leiðtogaverkefnið „The Leader in Me“ sem er hugmyndafræði fyrir skóla byggð á bók Steven R. Covey „The 7 Habits of Highly Effective People“. Hluti af verkefninu er að skapa skólamenningu sem meðal annars gengur út á að þroska samskiptahæfni barna og kennara byggða á styrkleikum ólíkra einstaklinga í átt til aukinnar samvinnu. Í …

Aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa

Sigurður Friðgeir Friðriksson hefur verið ráðinn aðstoðamaður skipulags- og byggingafulltrúa Borgarbyggðar. Sigurður hefur lokið Msc í landslagsarkitektúr frá University of Copenhagen og BS í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur töluverða þekkingu á umhverfis- og skipulagsmálum meðal annars gegnum störf hjá Bolungurvíkurkaupstað. Sigurður er boðinn velkominn til starfa hjá Borgarbyggð.   Alls bárust 8 umsóknir en auk Sigurðar sóttu Drífa …

Skipulagsmál- kynningarfundur

Borgarbyggð boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 24. feb n.k. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00. Efni fundarins er kynning Lýsingar á breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022. Svæði fyrir mótokross í þéttbýli Borgarness.Á fundinum verður m.a. rætt um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Í breytingunni felst breytt landnotkun 4,8 ha svæðis úr athafnasvæði (A3) í íþróttasvæði …

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2016

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.   Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2016. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2016 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra.   Umsóknareyðublöð liggja frammi …