Styrkur úr Sprotasjóði til skóla í Borgarbyggð

Sprotasjóður hefur samþykkt að veita skólum í Borgarbyggð styrk að upphæð 1.650.000 vegna verkefnisins: Hugarflug – nýsköpunarmennt í skólum í Borgarbyggð. Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun í leikskólum, grunnskólum og Menntaskóla Borgarfjarðar og koma á samstarfi skóla við aðila á Vesturlandi sem styðja við frumkvöðla og nýsköpunarstarf. Verkefnið skiptist í sex þætti. Stuðlað verður að samstarfi skóla …

Námskeið um lestrarörðugleika – Kynning á lausnum og leiðum

Fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum, foreldra, kennara og aðra sem hafa áhuga Hvað get ég gert til að létta mér námið? Hvaða námstækni er góð fyrir nemendur með dyslexíu? Hvaða forrit eru til sem hjálpa? Hvað er snjallpenni og hvernig virkar hann? Hvernig virkar Hljóðbókasafnið og hvernig fæ ég aðgang? Hvað er dyslexía? Á kynningunni verður fjallað …

Auglýsing um starfsleyfi

AUGLÝSING um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Borgarbyggð, kt. 510694-2289, Borgarbraut 14, Borgarnesi. Útgáfa leyfisins er í samræmi við 14. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfið var gefið út 6. apríl og gildir í 16 ár …

Breyting á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55,57 og 59 í Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. febrúar 2016 breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59 í Borgarbyggð. Breytingin tekur til þriggja lóða sem afmarkaðar eru á þremur hliðum af Borgarbraut, Kveldúlfsgötu og Kjartansgötu, og felst í að hæð húsa, lóðarmörkum og byggingarreitum eru breytt. Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. desember 2015 …

Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar

Starfsfólk óskast við sundlaugina: í Borgarnesi frá 30. maí til 31. ágúst á Kleppjárnsreykjum frá 1. júní til 15. ágúst á Varmalandi frá 1. júní til 15. ágúst Helstu verkefni: Um almenna vaktavinnu er að ræða sem skiptast í morgun-, kvöld og dagvaktir. Unnið er þriðja hvora helgi. Starfið felst í öryggisgæslu við sundlaug, afgreiðslustörf, aðstoð við viðskiptavini og þrif. …

Starfsmaður óskast til sumarafleysinga í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi.

Starfsmaður óskast til sumarafleysinga í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Starfið felst m.a. í að aðstoða fólk með fötlun í daglegu lífi, heimsendingu á matarbökkum frá Brákarhlíð og félagsleg liðveisla. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. júní nk. Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og hafa ökuréttindi. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar gefur: Guðbjörg í síma 893-9280, milli …

Lokun gámavallar við Háfslæk/Tungulæk

Í samræmi við skýrslu vinnuhóps um framtíðarskipulag sorphirðu hefur verið ákveðið að fækka enn frekar opnum gámasvæðum í sveitarfélaginu.  Gámar við Háfslæk/Tungulæk verða fjarlægðir á næstu dögum, í síðasta lagi föstudaginn 8. apríl.   Gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi er opin virka daga milli kl. 14 og 18 og á laugardögum milli kl. 10 og 14.   Tökum ábyrgð á …

Spjaldtölvur afhentar

Borgarbyggð afhenti í dag rúmlega eitt hundrað spjaldtölvur til skólastjórnenda leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Markmiðið með spjaldtölvuvæðingu skólanna er aukin einstaklingsmiðun og fjölbreytni náms og kennslu auk þess að stefnt er að því að auka þátt nýsköpunar í skólastarfi. Spjaldtölvuvæðing skólanna er liður í að styrkja innra starf skóla í Borgarbyggð og einn þáttur í innleiðingu þeirra skólastefnu sem nú …

Kleppjárnsreykir – laust starf

Vegna forfalla vantar stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjadeild. Um er að ræða 75% starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir í síma 8401520.

Sumarstörf hjá Borgarbyggð 2016

Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2016 Flokkstjórar Vinnuskólans Starfssvið: Umsjón með hópum í almennum garðyrkjustörfum, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 20 ára lágmarksaldur og reynsla af starfi með ungmennum. Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu: Á Hvanneyri Á Bifröst Í Reykholti Í Borgarnesi Leiðbeinendur í Sumarfjöri og …