Lausar leikskólakennarastöður í Borgarbyggð

Borgarbyggð óskar eftir leikskólakennurum í eftirfarandi leikskóla frá hausti 2016. Hnoðraból, Reykholtsdal – http://hnodrabol.borgarbyggd.is/ Allar nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir í síma 433 7180/862 0064. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið sjofn@borgarbyggd.is Klettaborg, Borgarnesi – http://www.klettaborg.borgarbyggd.is/ Allar nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir í síma 433 7160/860 8588. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið steinunn@borgarbyggd.is Ugluklett, …

Ársreikningur 2015 – fréttatilkynning

Verulegur viðsnúningur í rekstri Borgarbyggðar Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2015 sýnir jákvæða rekstrarafkomu sem nemur 170 milljónum króna. Er það verulega mikill viðsnúningur á milli ára en rekstrarhalli var um 104 milljónir árið 2014. Rekstrartekjur hækkuðu um 420 milljónir á milli ára eða 13,8% og rekstrargjöld um 5,6%.  Skuldir lækka áfram og handbært fé eykst umtalsvert. Borgarbyggð stenst nú þær …

Nýir starfsmenn í áhaldahúsi

Maceiej Mazur og Michal Mateusz Gaciarski hafa verið ráðnir tímabundið til vinnu í Áhaldahús Borgarbyggðar.    Fyrstu verkefni þeirra verða m.a. hreinsun gatna, gatnamerkingar og lagfæringar á Bjössaróló. Á Bjössaróló er áformað að laga þau leiktæki sem hafa skemmst og/eða eru ónýt.  Skökk leiktæki verða réttuð af og undirlag og grassvæði lagað.

SAMRÁÐSFUNDUR – fólk með fötlun

Velferðarnefnd Borgarbyggðar boðar til samráðsfundar um þjónustu við fólk með fötlun. Fundurinn verður haldinn MÁNUDAGINN 18. apríl, 2016 kl. 16:30, – í salnum uppi á Borgarbraut 65a (háa blokkin bak við Heilsugæsluna). Þeir sem nota þjónustuna vita best hvað betur má fara og eru notendur, foreldrar og aðrir aðstandendur sérstaklega hvattir til að mæta, en fundurinn er öllum opinn. Velferðarnefnd …

Framkvæmdir við Brákarey vegna fráveitu

Frá Veitum ohf Hjá Veitum vinnum við nú að lagningu sjólagna við Brákarey. Áætlað er að framkvæmdin sem hófst 21.mars standi til hausts 2016. Óhjákvæmilega fylgir henni rask og biðjum við ykkur íbúa að sýna því skilning. Lögnin verður lögð frá Brákarey út í fjörðinn að dælubrunni við Bjarnarbraut. Sjólögnin er plastlögn 450 mm og 500 mm með steinsteyptum sökkum …

Sveitarstjórnarfundur 14. apríl

SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 140. FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 14. apríl 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Ársreikningur 2015 – fyrri umræða 2. Fundargerðir sveitarstjórnar 10.03, 18.03 (138, 139) 3. Fundargerðir byggðarráðs 17.03, 31,03., 07.04 (370, 371, 372) 4. Fundargerð umhverfis – skipul. og landb.n. 06.04, (31) 5. Fundargerðir …

Þekkir þú þennan kött?

Þessi köttur er í haldi gæludýraeftirlits. Um er að ræða læðu sem er ómerkt og án örmerkis. Er gæf en var greinilega svöng þegar hún fannst fyrir helgi. Þeir sem hafa upplýsingar um köttinn vinsamlegast hafið samband við gæludýraeftirlit í síma 892-5044

Styrkur úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða, – Söguhringur

Borgarbyggð sótti um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða í samstarfi við Hollvinasamtök Borgarness og atvinnuráðgjafa SSV og fékk úthlutað 7.880.000.- Unnið hefur verið með hugmyndina um Söguhringinn í mörg ár, en hann var hannaður fyrst árið 1991. Sótt var um styrk til framkvæmda við hluta af Söguhringnum, nánar tiltekið til endurbóta á núverandi göngustíg frá íþróttasvæði að göngubrúnni sem byggð var …