Íþróttasafn Bjarna Bachmann komið í Safnahús

Í morgun færði fjölskylda Bjarna Bachmann Safnahúsi góða gjöf. Um er að ræða íþróttasafn Bjarna, bækur og muni sem tilheyrðu þessu mikla áhugamáli hans. Safninu hefur verið komið fallega fyrir í vönduðum sérsmíðuðum hillum og skápum sem fylgdu gjöfinni. Dagurinn til afhendingarinnar var valinn vegna þess að hann er afmælisdagur Bjarna sem var fæddur 27. apríl 1919 og lést árið …

Matjurtagarðar í Borgarnesi

Í nokkur ár hafa matjurtagarðar verið leigðir út á Sólbakka í Borgarnesi. Ef nægur áhugi er fyrir hendi munu þeir verða unnir og leigðir út á vegum Gróðrarstöðvarinnar Gleymmérei. Upplýsingar og skráning annast Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á netfangið matjurtagardar@gmail.com

Ný heimasíða Safnahúss Borgarfjarðar

Ný glæsileg heimasíða hefur verið tekin í notkun hjá Safnahúsi Borgarfjarðar og markar hún fyrsta skrefið í endurnýjun vefja hjá Borgarbyggð. Síðan er í WordPress umhverfi og aðlagar sig vel að nýjum tæknilausnum s.s.snjallsímum. Á henni er m.a. ýmiss fróðleikur um sögu og starfsemi safnanna, gátt að ljósmyndasafni og greint er frá ýmsum sérverkefnum er snerta sögu héraðsins. Einnig er …

Breyting á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59 í Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 14. apríl 2016 breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55,57 og 59 í Borgarbyggð. Breytingin tekur til þriggja lóða sem afmarkaðar eru á þremur hliðum af Borgarbraut, Kveldúlfsgötu og Kjartansgötu, og felst í að hæð húsa, lóðarmörkum og byggingarreitum eru breytt. Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. desember 2015 til 29. …

Leiðtogadagur

Í dag var haldinn leiðtogadagur í Klettaborg. Börn og kennarar voru búin að velja sér leiðtogahlutverk eftir styrkleika og áhuga og í dag sýndu þau leiðtogafærni og kynntu leikskólastarfið fyrir utanaðkomandi gestum. Óhætt er að segja að leiðtogarnir okkar hafi staðið sig með glæsibrag.

Opið á sunnudögum á gámastöðinni

Breytingar eru fyrirhugaðar á opnunartíma gámastöðvarinnar við Sólbakka. Opnunartími verður sem hér segir: Virka daga 14:00 -18:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sunnudaga 14:00 -18:00 Lokað er á lögbundnum frídögum. Breytingin tekur gildi sunnudaginn 8. maí. Umhverfis-og skipulagssvið Borgarbyggðar

Vorskóli Grunnskólans í Borgarnesi

Dagana 26.-28. apríl verður vorskóli fyrir börn fædd 2010 og eiga að hefja skólagöngu í haust. Til að kynna fyrirkomulag vorskólans er boðað til fundar miðvikudaginn 20. apríl kl. 18:00 – 18:40, í stofu 1. bekkjar – á neðri hæð skólans – inngangur fjærst bílastæðum. Þar verður kynnt stundaskrá vorskólans og foreldrar fá í hendur spurningalista sem þeir eru beðnir …

60 ára afmæli Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar.

Í tilefni að því að 60 ár eru liðin frá stofnun Barnaskólans Varmalandi sem nú heitir Grunnskóli Borgarfjarðar Varmalandsdeild verður opið hús í skólanum mánudaginn 25. apríl nk. frá kl. 9.30 til 11.30. Hægt verður að ganga um svæðið, fylgjast með hefðbundnu skólastarfi og skoða breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu. Teknar verða fram eldri skólabækur og munir sem …

Lausar grunnskólakennarastöður í Borgarbyggð

Borgarbyggð leitar eftir kennurum í eftirfarandi stöður frá hausti 2016: Grunnskóli Borgarfjarðar, www.gbf.is Deildarstjóri Grunnskóla Borgarfjarðar-Varmalandsdeild Um er að ræða 100% stöðu, þar af 70% í stjórnun og 30% í kennslu. Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla Stjórnunarreynsla æskileg Frumkvæði, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum Kostur ef umsækjandi þekkir hugmyndafræðina Sjö venjur til árangurs Allar nánari …