Matjurtagarðar í Borgarnesi

apríl 27, 2016

Í nokkur ár hafa matjurtagarðar verið leigðir út á Sólbakka í Borgarnesi. Ef nægur áhugi er fyrir hendi munu þeir verða unnir og leigðir út á vegum Gróðrarstöðvarinnar Gleymmérei. Upplýsingar og skráning annast Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á netfangið matjurtagardar@gmail.com


Share: