Tómstundakstur nú einnig á skipulagsdögum

Vakin er athygli á því tómstundabílinn, sem keyrir uppsveitarhringinn í Borgarnes alla virka daga keyrir nú einnig á skipulagsdögum grunnskóla í Borgarbyggð. Um er að ræða viðbótarþjónusta fyrir börn og ungmenni sem geta nú með auðveldum hætti stundað íþróttir og tómstundir á þeim dögum sem ekki er skipulagt skólastarf.

Kynning á Sögu laxveiða í Borgarfirði þann 27. október

Í Borgarfirði eru gjöfular laxveiðiár sem eiga sér bæði langa og merkilega sögu hvað varðar veiðiaðferðir og áhrif á búsetu og landnýtingu í héraði. Í apríl síðastliðnum fékk Landbúnaðarsafn Íslands veglegan öndvegisstyrk til þriggja ára, frá Safnasjóði til að skrá sögu laxveiða í Borgarfirði. Áður hafði safnið fengið styrk til eins árs úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Þessi stuðningur hefur gert starfsmönnum Landbúnaðarsafnsins kleift að halda áfram með þá vinnu.

Laust starf forstöðumanns félagsmiðstöðvar

Borgarbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling til starfa í félagsmiðstöðinni Óðal í Borgarnesi. Í Óðal þjónustum við börn og ungmenni á aldrinum 10.-16.ára.