Vel heppnaður opinn dagur hjá Öldunni

október 13, 2022
Featured image for “Vel heppnaður opinn dagur hjá Öldunni”

Þann 5. október sl. opnaði Aldan dyr sínar fyrir gesti og gangandi. Óhætt er að segja að opni dagurinn hafi heppnast vel og fjöldi gesta úr öllum áttum leit við til að viðra fyrir sér nýja húsnæðið sem er nú staðsett upp á Sólbakka 4 í Borgarnesi.

Starfsfólk Öldunnar bauð upp á vöfflur, pönnukökur, bollakökur og kaffi, ásamt því að kynna fyrir gestum starfsemina og sýna afrakstur verkefna sem hafa verið í gangi undanfarnar vikur. Auk þess voru kynnt ný og spennandi verkefni sem verða unnin í samstarfi við Kaupfélag Borgfirðinga og Menntaskóla Borgarfjarðar.

Aldan þakkar öllum þeim sem kíktu við, starfsfólkið var sérlega ánægt með þennan stórskemmtilegan dag.


Share: