Haustferð með sveppaívafi

Umsjónarnefnd fólkvangsins Einkunna stendur fyrir skógarferð í Einkunnum sunnudaginn 11. september næstkomandi kl. 10:00. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir mun fræða þátttakendur um sveppi og sveppatínslu og aðstoða við greiningu sveppa. Léttar veitingar að göngu lokinni. Allir velkomnir. Umsjónarnefnd fólkvangsins Einkunna (mynd GJ).

Bókasafnsdagurinn

Í morgun fór Sævar Ingi héraðsbókavörður í heimsókn í leikskólann Klettaborg í Borgarnesi og færði nýjum nemendum lánþegaskírteini. Tilefnið er bókasafnsdagurinn og alþjóðlegur dagur læsis, 8. september. Af sama tilefni fyrir ári síðan var öllum nemendum Klettaborgar færð lánþegaskirteini. Hafa mörg börn nýtt sér það og komið ásamt foreldrum í bókaleit á safnið. Skírteini hafa einnig verið afhent nemendum Uglukletts. …

144. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ FUNDUR  Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 8. september 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.  DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 11.8. (143) Fundargerðir byggðarráðs 18.8., 25.8., 01.09. (385, 386, 387) Fundargerðir fræðslunefndar 23.8.                         (144) Fundargerð Velferðarnefndar 9.                                         (64) Fundargerð Fjallskilanefndar BSN 28.8.                         (36) Fundargerð Fjallskilan. Oddstaðaréttar 28.8. …

Heimasíða Borgarbyggðar

Ný heimasíða Borgarbyggðar tekin í notkun sl. vor. Notendur fundu fljótt fyrir því að hún var þung í uppkeyrslu og því hefur verið unnið að því í sumar að komast fyrir ástæður þess að svo var. Nú hefur verið komist fyrir vandann og ætti þar með að vera úr sögunni. Nú tekur við vinna við að gera hana enn notendavænni …

Útsvarslið Borgarbyggðar

Borgarbyggð tekur nú að nýju þátt í Útsvari RÚV í vetur. Liðið skipa eftirtaldir einstaklingar: Heiðar Lind Hansson frá Borgarnesi sagnfræðingur; Edda Arinbjarnar frá Húsafelli ferðamálafrömuður; Bryndís Geirsdóttir frá Árdal framleiðandi; Ekki er vitað nákvæmlega hvenær, og þá við hverja, liðið keppir í fyrstu umferð en það kemur í ljós fljótlega. (mynd af vef Rúv.)

Laus störf hjá Slökkviliði Borgarbyggðar

Slökkvilið Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir starfskröftum í störf hlutastarfandi slökkviliðsmanna á slökkvistöðinni í Borgarnesi. Fyrir ráðningu er eftirfarandi. Vera orðin fullra 20 ára. Búseta í Borgarnesi. Hreint 24 mánaða sakavottorð. Vera andlega og líkamlega hraustur. Hafa góða sjón, heyrn og rétt litarskyn. Aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið, mikill kostur þó ekki skilyrði Vera ekki haldin lofthræðslu né innilokunarkennd. …

STUÐNINGSFJÖLSKYLDUR – STUÐNINGUR VIÐ BÖRN

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar  að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.  Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku – …

Laust starf í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjadeild auglýsir eftir matreiðslumanni/matráði tímabundið vegna afleysinga í mötuneyti skólans. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Reynsla af rekstri mötuneytis er æskileg og færni í mannlegum samskiptum mikilvæg. Frekari upplýsingar gefur Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262 eða Ingibjörg Adda Konráðsdóttir deildarstjóri í síma 840-1520 einnig má senda fyrirspurn á netföngin ingibjorg.inga@gbf.is og …

Fjöldi starfsmanna skóla í námi

Þeir starfsmenn skóla sem hyggjast stunda nám samhliða starfi geta sótt um styrk til Borgarbyggðar. Á það við um starfsmenn sem stunda nám á námsbraut framhaldsskóla á skólaliðabraut, starfsmenn sem stunda grunnnám í fjarnámi á háskólastigi til leikskóla, grunnskóla og íþrótta- eða tónlistarkennaraprófs eða starfsmenn sem stunda framhaldsnám á háskólastigi. Styrkurinn felst í því að starfsmenn halda launum þann tíma …

Fjallskil 2016

Allir fjallskilaseðlar vegna fjallskila 2016 eru núna aðgengilegir fyrir notendur á þessari síðu  https://borgarbyggd.is/thjonusta/landbunadarmal/