Fjöldi starfsmanna skóla í námi

september 1, 2016
Featured image for “Fjöldi starfsmanna skóla í námi”

Þeir starfsmenn skóla sem hyggjast stunda nám samhliða starfi geta sótt um styrk til Borgarbyggðar. Á það við um starfsmenn sem stunda nám á námsbraut framhaldsskóla á skólaliðabraut, starfsmenn sem stunda grunnnám í fjarnámi á háskólastigi til leikskóla, grunnskóla og íþrótta- eða tónlistarkennaraprófs eða starfsmenn sem stunda framhaldsnám á háskólastigi.

Styrkurinn felst í því að starfsmenn halda launum þann tíma sem þeir sækja staðbundnar námslotur og vettvangsnám.

Byggðarráð hefur samþykkt 19 umsóknir um styrk fyrir veturinn 2016-2017 frá fjórum starfsmönnum leikskóla til að stunda grunnnám í leikskólakennarafræðum og sex leikskólakennurum til að stunda framhaldsnám til meistaragráðu. Í grunnskólunum hefur einum starfsmanni verið veittur styrkur til að stunda grunnnám í kennslu og átta kennurum til að stunda framhaldsnám til meistaragráðu.

Gæði skólastarfs aukast við að hafa sterka fagmenn í kennslu sem hefur áhrif á frammistöðu og líðan nemanda þegar til lengri tíma litið. Sjá “Reglur um styrki til starfsmanna í skólum Borgarbyggðar”

Einnig sinna starfsmenn Borgarbyggðar símenntun í vetur, en fjölmörg námskeið og fyrirlestrar verða í boði Borgarbyggðar í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi eins og sjá má hér Endurmenntun – bæklingur 2016-2017


Share: