LEIKSKÓLAKENNARA VANTAR Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL

Leikskólinn Hnoðraból óskar eftir áhugasömum leikskólakennurum til starfa. Leikskólakennara í 100% starf frá og með mars 2017 Deildarstjóra í  100% afleysingastarf vegna fæðingarorlofs í 12 mánuði,  viðkomandi þarf að geta hafið störf í mars 2017. Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli, þar eru að jafnaði 21 börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára og 7 starfsmenn. Menntunar- og hæfniskröfur: …

Gjaldskrá sundlauga 2017

Í tengslum við afgreiðslu sveitarstjórnar á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2017 voru samþykktar breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðva sveitarfélagsins. Þær eru helstar sem hér segir: Verð á stökum miðum fullorðinna í sundlaugar sveitarfélagsins verður 900 kr. í stað 600 kr. áður. Það er gert til að mæta sívaxandi fjölda ferðafólks í sundlaugarnar. Þessi breyting er í samræmi við það sem víða …

Húsnæðisbætur

Ný lög um húsnæðisbætur taka gildi um áramót. Helsta breytingin felst í því að grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækkar eftir því sem fleiri eru í heimili óháð aldri. Þá getur foreldri sem fær barnið sitt til sín að lágmarki í 30 daga á ári skráð barnið sitt sem heimilismann jafnvel þó barnið sé með lögheimili hjá hinu foreldrinu. Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur …

Fréttatilkynning frá Strætó – Gjaldskrárhækkun

Á fundi stjórnar Strætó bs. 9. desember sl. var samþykkt að hækka gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagshækkun á rekstrarkostnaði Strætó. Í rekstri Strætó vegur hækkun á launakostnaði og olíuverði um 70% af heildar rekstrarkostnaði. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verða 440 kr., sem er hækkun um 4,8%, en staðgreiðsla og stakt fargjald í appinu fyrir börn …

Skipulagsbreyting – kynning

Opinn kynningarfundur í Hjálmakletti Umhverfis -, skipulags -, og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar boðar til opins kynningarfundar um breytingu á  Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022, þéttbýlisuppdrætti Borgarness er varðar Miðsvæði (M) og breytingu á deiliskipulagi Borgarbrautar 55, 57 og 59. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti þriðjudaginn 20. desember  n.k og hefst hann kl. 20:00. Allir velkomnir. Sveitarstjóri

Fjárhagsáætlun 2017 – 2020

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2017 og rammaáætlun fyrir árin 2018-2020 á fundi sínum fimmtudaginn 8. desember sl.  Fjárhagsáætlun ber með sér að sveitarfélagið stendur styrkum fótum fjárhagslega og ágætt jafnvægi er í rekstri.   Fjárhagsáætlun 2017-2020 samþykkt   Helstu forsendur og niðurstöður fjárhagsáætlunar eru sem hér segir: Útsvarshlutfall er 14,52%. Fasteignaskattur: A-skattur: 0,47% (lækkun um 0,02%stig), B-skattur …

Jólaútvarp FM101,3

Árlegt jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali dagana 12. – 16. desember. Það hefst kl. 10.00 þann 12. með ávarpi útvarpsstjóra, Írisar Lífar Stefánsdóttur. Dagskráin verður með svipuðu sniði alla vikuna; fyrri hluta dags verður útvarpað þáttum sem yngri nemendur hafa umsjón með en síðdegis og á kvöldin verða eldri nemendur með þætti í beinni útsendingu. …

Jólin koma í nýtt og endurbætt húsnæði Öldunnar

Starfsemi Öldunnar er  að Brákarbraut 25. Þar er vinnustofa til húsa og dósamóttaka. Á vinnustofunni starfa að meðaltali tíu starfsmenn og tveir leiðbeinendur ásamt forstöðumanni. Í dósamóttökunni starfa sjö starfsmenn og einn verkstjóri. Framkvæmdum við húsnæðið var að ljúka og er almenn ánægja meðal starfsmanna með nýju aðstöðuna. Af því tilefni var opið hús föstudaginn 9. des. s.l. Nú geta …

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Sveitarstjórn hefur  skipað eftirtalda fulltrúa í stýrihóp um heilsueflandi samfélag: Tengiliður sveitarfélags Gunnlaugur A. Júlíusson Ráðhús Tengiliður sveitarstjórnar Geirlaug Jóhannsdóttir Ráðhús Verkefnastjóri Anna Magnea Hreinsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Umhverfis- og skipulagssvið Guðrún S. Hilmisdóttir Sviðsstjóri umhverfis- og skipulags …

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 8. desember sl. reglur um frístundastyrk fyrir börn og ungmenni  í Borgarbyggð. Með tilkomu styrksins eru öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára styrkt með framlagi að upphæð kr. 20.000 á ári eða kr. 10.000 á önn . Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni …