Hvað er að frétta?

Ungmennaráð Borgarbyggðar, starfshópur forvarnar, heilsueflandi og barnvæns samfélags standa fyrir ungmennaþingi og stefnumótunarfundi fyrir íbúa sveitarfélagsins til þess að móta hugmyndir um hvernig samfélagi við viljum tilheyra.

Fundurinn verður haldinn 9.nóvember 2022, kl 18:00 í Hjálmakletti.
Skipulag fundarins verður þannig háttað að ungmenni 12 ára og eldri verða í kjallara Hjálmakletts og aðrir íbúar verða í salnum.
Öllum þátttakendum verður skipt upp í umræðuhópa og munu þeir sem standa fyrir viðburðinum nýta niðurstöður hópanna í sinni vinnu í að búa til betri Borgarbyggð

Fundarstjórar eru þau Signý Óskarsdóttir og Guðjón Svansson frá Creatrix
Kaffi og léttar veitingar í boði

Breyting á götum í Bjargslandi

Vakin er athygli á breytingum á götum í Bjargslandi.
Búið er að færa innakstur í Fjóluklett eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Jólagjöf til starfsmanna Borgarbyggðar – Gjafabréf

Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda hjá Borgarbyggð gegn framvísun gjafabréfsins.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 3. desember 2022 – 31. mars 2023.

Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé skráð hjá hinu opinbera og sé starfandi í Borgarbyggð.

Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2022.

Skráningafrestur er til 18. nóvember n.k.

Skráning fer fram á netfanginu mannaudsstjori@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar gefur Íris Gunnarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri í síma 433-7100.

Bilun í ljósleiðara í Hvítársíðu og nágrenni

Bilun er í ljósleiðara í Hvítársíðu og nágrenni. Unnið er að viðgerð og gert er ráð fyrir að viðgerð verði lokið seinnipart dags 31. október.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Töfrandi barnaóperusýning

Öll börn í elstu árgöngum leikskólanna okkar fengu síðastliðinn mánudag, með samhentu átaki allra leikskólanna, tækifæri til að sjá og taka þátt í draumkenndu sýningunni – Bárur.
Sýningin er hluti af Óperudögum 2022.