Tökum til 18. – 27. apríl – Hreinsunarátak

Dagana 18. – 27. apríl eru íbúar í Borgarbyggð hvattir til að taka til hendinni og fegra nánasta umhverfi sitt. Skólar, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar eru hvött til að taka þátt í hreinsunarátakinu á fjölbreyttan hátt. Fyrir annan úrgang sem til fellur við tiltektina er opið á gámastöðinni Sólbakka alla virka daga frá kl. 14:00 – 18:00, á laugardögum frá …

Umsóknir um starf sviðsstjóra umhverfis – og skipulagssviðs

Í mars auglýsti Borgarbyggð eftir umsóknum um starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs sveitarfélagsins.   Fjórar umsóknir bárust og voru umsækjendur þessir: Hjálmar Andrés Jónsson  byggingatæknifræðingur  Reykjavík Ottó Ólafsson  byggingariðnfræðingur  Noregi Tómas Björn Ólafsson  rafmagnsverkfræðingur Kópavogi Þorsteinn Birgisson  tæknifræðingur   Mosfellsbæ Verið er að vinna úr umsóknum.

Götusópun í Borgarnesi

Til íbúa í Borgarnesi Miðvikudaginn 12. apríl verða allar götur í Borgarnesi sópaðar. Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum ekki úti á götu til að tryggja að verkið takist sem best. Umhverfis-og skipulagssvið

Afmælishátíð Lions

Lionsklúbbur Borgarness og Lionsklúbburinn Agla héldu upp á, annars vegar 60 ára, og hins vegar 30 ára afmæli sín s.l. laugardag með veglegum hætti í Hjálmakletti. Við þetta tækifæri færðu klúbbarnir Borgarbyggð að gjöf 10 vandaða setbekki sem komið verður fyrir á jafnmörgum stöðum í þéttbýli Borgarbyggðar. Geirlaug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs þakkaði gjöfina um leið og hún veitt bekkjunum viðtöku …

Skúlagata Bgn. – Framkvæmdir Veitna ohf.

Skúlagata, framkvæmdir Veitna ohf Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 7. apríl sl. samþykkti sveitarstjórn að veita Veitum ohf Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, kt. 501213-1870, framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar vatns-og fráveitulagna í Skúlagötu Borgarnesi, frá Helgugötu að Egilsgötu. Hér er hægt að sjá teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd. Teikningar – Skúlagata endurnýjun FV og KV.pdf (2) Verkinu verður skipt í eftrifarandi verkáfanga með eftirfarandi …

Skógrækt í Einkunnum

Umsjónarnefnd fólkvangsins Einkunna auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem áhuga hafa á skógrækt í Einkunnum. Tilvalið verkefni fyrir einstaklinga og hópa Hver aðili fær úthlutað ákveðnu svæði sem hann ber ábyrgð á og sinnir gróðursetningu, uppgræðslu og grisjun eftir því sem þörf er á skv. samþykktri ræktunaráætlun fólkvangsins. Verkefnin eru unnin í samstarfi við umsjónarnefnd fólkvangsins og …

Sorphirða og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð 2017-2022

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í sorphirðu í sveitarfélaginu fyrir heimili í þéttbýli og dreifbýli, umsjón grenndarstöðva, rekstur móttökustöðva, og flutning sorps. Útboð þetta er auglýst á EES svæðinu. Helstu magntölur: Sorpílát í þéttbýli 1.600 stk Sorpílát í dreifbýli 600 stk Grenndarstöðvar 14 stk Sorp frá heimilum 700 tonn/ári Sorp frá grenndarstöðvum 1.000 tonn/ári Sorp frá móttökustöð 900 tonn/ári Verktími er …

Ársreikningur Borgarbyggðar 2016; Góð rekstrarafkoma og traustur efnahagur.

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Borgarbyggðar þann 7. apríl. Sveitarstjórn afgreiddi reikninginn til síðari umræðu á fundi sínum í maí. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem …

Auglýsing um styrk úr menningarsjóði Borgarbyggðar

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins. Hægt …

Lava Hótel Varmaland – breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á 154. fundi þann 22. mars 2017, að auglýsa eftirfarandi skipulag: Lava Hótel Varmaland – breyting á deiliskipulagi Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi fyrir Lava hótel Varmaland til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 16. mars 2017 og felur í sér stækkun skipulagssvæðisins úr 2,1 hektara í 3,2 hektara eftir …