Þann 27. nóvember nk. verður jólaandinn allsráðandi í Borgarbyggð þegar upphaf aðventu gengur í garð.
Dósamóttakan lokar kl. 14:30 í dag 18. nóvember
Vakin er athygli á því að dósamóttaka Öldunnar lokar í dag kl. 14:30.
Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Sorpurðun Vesturlands hf.
Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Sorpurðun Vesturlands hf. fyrir urðun úrgangs í landi Fíflholta.
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2022 veittar
Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 17. nóvember 2022 sl. voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í Borgarbyggð.
Laust starf verkefnastjóra skipulagsfulltrúa
Borgarbyggð óskar eftir að ráða verkefnastjóra skipulagsfulltrúa í 100% starf.
Margmenni á súpufundi fyrir atvinnurekendur
Þann 15. nóvember sl. fór fram súpufundur fyrir atvinnurekendur í Borgarbyggð. Fundurinn var vel sóttur og má áætla að um 70 manns hafi mætt til að hlýða á áhugaverða örfyrirlestra og taka þátt í samtalinu.
Kvenfélag Borgarness færir Öldunni gjafir
Í vikunni færðu 11 kvenfélagskonur, frá Kvenfélagi Borgarness, Öldunni dásamlegar gjafir og áttu góða stund með starfsfólki.
Vel sóttur stefnumótunarfundur og ungmennaþing
Hvað er að frétta? var yfirskrift stefnumótunarfundar og ungmennaþings sem haldið var miðvikudaginn 9. nóvember sl. Viðburðurinn var afar vel sóttur, bæði af fullorðnum og ungmennum. Gaman er að segja frá því að ungmennin voru í meirihluta sem er mjög ánægjulegt og mikilvægt fyrir vinnuna sem framundan er.
Umsóknir fyrir jólamarkað í Safnahúsi Borgarfjarðar
Aðventan nálgast nú óðfluga en fyrirhugað er að halda aðventuhátíð 27. nóvember nk. Hátíðin hefst á jólasamveru í Safnahúsi Borgarfjarðar áður en kveikt verður á jólatrénu í Skallagrímsgarði.
Ný sýning í Safnahúsi Borgarfjarðar – Gaumstol, fantasíur og fúgur til fjalla
Sunnudaginn 13. nóvember nk. kl. 14.00 opnar sýning á málverkum listamannsins Guðlaugs Bjarnasonar.