Margmenni á súpufundi fyrir atvinnurekendur

nóvember 16, 2022
Featured image for “Margmenni á súpufundi fyrir atvinnurekendur”

Þann 15. nóvember sl. fór fram súpufundur fyrir atvinnurekendur í Borgarbyggð. Fundurinn var vel sóttur og má áætla að um 70 manns hafi mætt til að hlýða á áhugaverða örfyrirlestra og taka þátt í samtalinu.

Tilgangur fundarins var að auka samtal milli atvinnulífs og stjórnsýslunnar og segja má að það hafi tekist vel til. Örfyrirlestrarnir voru fræðandi, en fundargestir fengu kynningu á tilgangi og markmiði Uppbyggingarsjóðs Vesturlands, kynningu á nýju deiliskipulagi í Vallaás ásamt fræðslu um rammasamninga Ríkiskaupa. Þá fór Guðveig L. Eyglóardóttir yfir framtíðarsýn sveitarstjórnar í atvinnumálum. Umræðurnar í lokin voru einnig afar líflegar en þá gafst fundargestum tækifæri til að spyrja viðmælendur og kjörna fulltrúa spjörunum úr.

Ljóst er að fundur sem þessi er mjög mikilvægur fyrir atvinnulífið og er fyrirhugað að halda annan fund strax á vormánuðum.


Share: