Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma endurvinnslugámum fyrir við stærstu sumarhúsahverfin þar sem aðstaða er til staðar. Um er að ræða ílát fyrir hefðbundinn endurvinnsluúrgang frá heimilishaldi s.s. pappír,plast, ál og pappa, eða „grænu tunnuna“. Upplýsingar um hvað ber að flokka í þetta græna ílát og leiðbeiningar má sjá hér. Þá eru leiðbeiningar á gámunum sjálfum. Handbók …
Skilaboð v. póstlista
NÝ LÖGGJÖF UM PERSÓNUVERND TEKIN UPP Í EVRÓPU ÞANN MAÍ 2018 OG ÖÐLAST GILDI Á íSLANDI Í SUMAR. Þú ert skráð/ur á póstlista okkar vegna frétta aðildar þinnar að heimasíðu Borgarbyggðar. Allir sem skráðir eru á póstlistann hafa skráð sig þar sjálfir og óskað með þeim hætti eftir að fá fréttir og aðrar tilkynningar sendar um starfsemi sveitarfélagins. Í dag, …
Vellíðan og Vinátta í Uglukletti
Leikskólinn Ugluklettur hefur fengi úthlutað styrk úr Sprotasjóði fyrir verkefnið Vellíðan og Vinátta í skólasamfélagi. Árið 2013 varð Ugluklettur tilraunaleikskóli fyrir verkefnið Vinátta – fri for mobberi á vegum Barnaheilla og hefur gefist vel að nýta efni verkefnisins í sérstökum stundum en nú er áætlað að taka verkefnið skrefinu lengra og flétta það inn í allt daglegt starf leikskólans. Ætlunin …
Laust starf í Uglukletti
OKKUR Í LEIKSKÓLANUM UGLUKLETTI Í BORGARNESI VANTAR LEIKSKÓLAKENNARA í 100% starf Við erum 65 börn og 20 fullorðnir sem vantar leikskólakennara til starfa hjá okkur. Sá hinn heppni fær að njóta margra forréttinda í sinni vinnu. Hann fær meðal annars að vera mikið úti og njóta frábærrar náttúru, fær að skapa og nýta hæfileika og styrkleika sína út í hið …
AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ
Við sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 26. maí 2018 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo …
Leikhópurinn Lotta í Skallagrímsgarði
Fimmtudaginn 31. maí verður Leikhópurinn Lotta í Skallagrímsgarði með leiksýningu um Gosa sbr. meðf. tilkynningu. „Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn …
Framkvæmdir hafnar við Grunnskólann í Borgarnesi
Framkvæmdir eru hafnar við Grunnskólann í Borgarnesi, en þar á að rísa viðbygging sem hýsir eldhús, sal og kennslurými. Einnig verður farið í endurbætur í núverandi húsnæði. Nemendur grunnskólans hafa undanfarin sautján ár haft aðgang að mötuneyti Hótel Borgarness í góðu samstarfi við rekstraraðila hótelsins. Með eldhúsi og sal í nýrri viðbyggingu gefst nemendum kostur á að matast í skólanum. …
Gangstéttir – viðhald
Það eru mikil verkefni framundan að lagfæra gangstéttir í Borgarnesi. Þær eru of víða orðnar illa farnar. Það eru engin ný sannindi. Það munar þó eilítið um hvern spöl sem er lagfærður. Í sambandi við lagningu Gagnaveitunnar á ljósleiðara um Borgarnes þá gefst stundum tækifæri til að lagfæra illa farnar gangstéttir í samvinnu við Gagnaveituna. Verið er endurgera gangstéttina sem …
Deiliskipulag gerir ráð fyrir 80 nýjum lóðum
Á síðasta fundi sitjandi sveitarstjórnar í Borgarbyggð, fyrir kosningar sem verða eftir tíu daga, var samþykkt breyting á deiliskipulagi í Bjargslandi í Borgarnesi sem gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja 80 nýjar íbúðir. Af þeim eru 16 lóðir fyrir einbýlishús, 32 lóðir fyrir raðhús, tvær lóðir fyrir parhús og tvær lóðir fyrir fjölbýlishús með 14 íbúðum í hvoru …
Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Fyrir næsta skólaár vantar starfsmenn í eftirtaldar stöður: Umsjónarkennara á yngsta stig að Hvanneyri Umsjónarkennara á yngsta stig að Kleppjárnsreykjum Sérkennara Launakjör eru …