Laust starf í Uglukletti

maí 24, 2018
Featured image for “Laust starf í Uglukletti”

OKKUR Í  LEIKSKÓLANUM UGLUKLETTI Í BORGARNESI VANTAR LEIKSKÓLAKENNARA í 100% starf

 Við erum 65 börn og 20 fullorðnir sem vantar leikskólakennara til starfa hjá okkur. Sá hinn heppni fær að njóta margra forréttinda í sinni vinnu. Hann fær meðal annars að vera mikið úti og njóta frábærrar náttúru, fær að skapa og nýta hæfileika og styrkleika sína út í hið óendalega.

Það sem okkur í Uglukletti finnst mikilvægt að nýji leikskólakennarinn hafi til brunns að bera er að:

Skoðun barnanna: Skoðun fullorðinna
·        Vera skemmtilegur

·        Vera góður

·        Góður í að vinna með vináttu

·        Góður í að læra nöfn

·        Þarf að hafa áhuga á börnum og samveru

·        Þarf að vera góður í að fara út í fjöru

·        Þarf að vera góður í að tala við börn

·        Þarf að vera góður í útiveru og að ganga

·        Þarf að hafa hæfileika til að kenna börnum

·        Leyfa okkur að perla

·        Góður í að skoða dýrin

·        Góður í að hjálpa

·        Kallar beðnir um að sækja um

 

·        Jákvæður

·        Þolinmóður

·        Hraustur

·        Glaðlyndur

·        Opinn

·        Útsjónasamur

·        Skapandi

·        Geti tekið af skarið

·        Duglegur að leika

·        Metnaðafullur

 

 

Í Uglukletti byggir leikskólastarfið á hugmyndafræði Jákvæðrar sálfræði þar sem meðal annars er horft til hugmynda Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði auk kenninga um sjálfræði barna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans http://ugluklettur.leikskolinn.is/

Umsóknarfrestur er til 5. júní 2018

  • Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.
  • Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
  • Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði.
  • Til greina kemur að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
  • Ráðið verður í starfið frá og með 2. ágúst 2018

Umsóknum skal skilað inn með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu leikskólans http://ugluklettur.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn eða til  Kristínar Gísladóttur leikskólastjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 4337150 eða á  netfang; ugluklettur@borgarbyggd.is.


Share: