Steinunn sýnir í Safnahúsi

Laugardaginn 1. september kl. 13.00 verður opnuð ný sýning í Safnahúsi.  Það er Steinunn Steinarsdóttir sem sýnir þar ullarmyndverk og hverfist sýningin um ýmis form sögu, eins og heiti hennar gefur til kynna. Verkefnið tengist líka sagnaheimi Safnahúss á ýmsan hátt. Steinunn segir svo um sýninguna: „Ævintýri, sögur og annar fróðleikur hafa verið mér hugleikin frá barnsaldri og ég hef …

Komdu og prófaðu!

Þann 30. ágúst kl:16-18 verður kynningadagur á þeim íþróttum sem eru í boði innan UMSB. Kynning verður á skipulögðum æfingum og starfi í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Hægt er að ganga á milli og kynna sér það sem er í boði og prófa mismunandi greinar. Á svæðinu verður um leið hægt að fá upplýsingar um þjálfara hjá félagi/deild, æfingatíma, kostnað o.fl. …

Frístund í Borgarnesi

Frístund í Borgarnesi Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í frístund í Borgarnesi Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 13:00-16:00 þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina börnum í leik og starfi. Skipulagning á faglegu frístundarstarfi Samvinna við börn og starfsfólk Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla …

Menntaskóli Borgarfjarðar settur

Menntaskóli Borgarfjarðar var settur mánudaginn 21. ágúst og hófst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 22. ágúst. Skólastarfið fer vel af stað og ekki annað að sjá en að kennarar og nemendur séu ánægðir. Nemendur skiptast á hinar fjölmörgu brautir skólans en langflestir eru á Félagsfræðabraut en svo eru Náttúrufræðibraut og Opin braut vinsælastar. Opin braut býður uppá mikið val af hálfu nemandans …

Sálfræðingur við leik- og grunnskóla Borgarbyggðar

Skólaþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á starfsemi skóla. Í sveitarfélaginu er meðal annars unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, samstarf fagsviða og stofnana, svo sem um þróun úrræða fyrir börn og foreldra. Í Borgarbyggð búa um 3.800 íbúar, þar …

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður. Um er að ræða tímavinnu Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Almenn þrif Stuðningur og hvatning Aðstoð við persónulega umhirðu Hvetja til sjálfshjálpar Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega  Helstu hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum …

Aðlögun barna í leikskólum Borgarbyggðar

Aðlögun barna er hafin í leikskólum Borgarbyggðar. Þegar leikskóladvöl barns hefst er mikilvægt að það gerist smám saman svo barnið verði öruggt í nýju umhverfi og njóti sín sem best.  Í aðlögun kynnist barnið starfsfólki, öðrum börnum og húsnæði leikskólans.  Á aðlögunartímanum eykst öryggi barnsins smám saman og það verður reiðubúið til að taka þátt í starfi leikskólans. Aðlögun er …

Tónlistarskólinn byrjaður

Vetrarstarf Tónlistarskóla Borgarfjarðar er hafið. Fyrsti kennsludagur er í dag fimmtudag eins og hjá grunnskólunum. Starfið verður fjölbreytt að vanda og í vetur verður boðið upp á nýjungar, en bætt verður við söngleikjadeild fyrir börn og samsöngsdeild fyrir fullorðna. Einnig verða breytingar á starfsfólki, Jónína Erna Arnardóttir, sem starfað hefur við skólann yfir tuttugu ár hverfur til annarra starfa og …

Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum

Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum kjörtímabilið 2018-2022 Föstudaginn 7. september í Hjálmakletti, Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi Dagskrá: 10:00 Inngangur Stjórnandi námskeiðsins, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, ráðgjafi hjá Ráðrík og fyrrv. sveitarstjóri. 10:15 Til hvers er ég kjörinn í sveitarstjórn? Um hlutverk sveitarstjórnarmanna og möguleika þeirra til að móta það. Eyrún …

Lokun ráðhúss.

Vegna ferðar starfsmanna ráðhússins verður skrifstofa Borgarbyggðar, Borgarbraut 14,  lokuð frá kl. 12 föstudaginn 24. ágúst.