Byggingaframkvæmdir við GB

Í morgun var byrjað að aka forsteyptum einingum frá Loftorku ehf á byggingarstað. Jafnframt hófst hífing eininganna yfir skólann þar sem þeim verður fyrirkomið á réttum stað.

Traust – Leiðtogafræðsla á starfsdegi skóla

Á starfsdegi skóla í Borgarbyggð hélt Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi fræðsluerindi fyrir starfsfólk leikskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Frá árinu 2014 hafa skólarnir byggt starf sitt á hugmyndafræði Leiðtogans í mér. Leiðtoginn í mér ferlið er byggt á sjö venjum til árangurs og skilar meiri námsárangri, minna einelti, færri agavandamálum og aukinni þátttöku kennara og foreldra. Hóf Guðrún umfjöllun sína á …

Hunda- og kattahreinsun 2018

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. Borgarnesi 12. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda með skráningarnr. 150- 250 16:30 -17:30. Fyrir hunda með skráningarnr. 251- 435 og 1 – 35 17:30 – 19:00 Fyrir ketti 19:15 – 20:15. Bifröst 13. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:30 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina ofangreinda daga. Borgarnesi 20. nóvember í …

Stefna Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum 2018-2025

Stefna Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum 2018-2025 var samþykkt í sveitarstjórn Borgarbyggðar 14. október sl. Í stefnu Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum má finna framtíðarsýn sveitarfélagsins. Í henni koma fram helstu markmið og áherslur í málaflokknum. Skýr stefna tryggir að allir sem starfa að íþrótta- og tómstundamálum stefni í sömu átt með það að markmiði að efla íþrótta- og tómstundastarf …

Hvítárbrúin 90 ára

Opnun sögusýningar í Safnahúsi 1. nóvember kl. 19.30 Fimmtudaginn 1. nóv. verða liðin 90 ár frá vígslu Hvítárbrúarinnar við Ferjukot. Þann dag opnum við yfirgripsmikla sýningu um brúna og er verkefnið helgað minningu Þorkels Fjeldsted í Ferjukoti. Sýningarstjóri er Helgi Bjarnason og hönnuður Heiður Hörn Hjartardóttir. Við opnunina verður boðið upp á kaffihressingu. Verið hjartanlega velkomin. 433 7200 – safnahus@safnahus.is …

Bókun byggðarráðs um samgönguáætlun

Á fundi byggðarráðs þann 18. október 2018 voru lagðar fram til kynningar tvö erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þau voru tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2033. Óskað var umsagnar sveitarfélagsins um fyrrgreindar tillögur. Sveitarstjóra var falið að undirbúa umsögn fyrir næsta fund …

Grapevine skrifar um sýningar Safnahúss

Í nýjustu útgáfu Grapevine má sjá opnugrein um grunnsýningar Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi. Er þar sérstaklega vakin athygli á listfengi þeirra. Sýningarnar eru tvær, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna og eru báðar hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni. Hann nálgast viðfangsefnið á kyrrlátan en frumlegan hátt og vekur sýningargesti til umhugsunar meðan gengið er um sýningarsvæðið.  Lagt var til …

Grænfáni og flóamarkaður

Í gær, þriðjudag, var Grænfánanum flaggað í níunda sinn á Hvanneyri. Hvanneyrardeild er fyrsti skólinn til þess að flagga í níunda sinn. Jóhanna kom frá Landvernd og afhenti umhverfisnefnd Hvanneyrardeildar nýjan Grænfána til þess að flagga. Foreldrar voru viðstaddir athöfnina og að henni lokinni var opnaður Flóamarkaður þar sem nemendur seldu fjölbreyttan varning og mun ágóðinn af honum fara til …

Kvennafrídagur 24.okt.

„Borgarbyggð styður konur í að taka sér frí frá störfum miðvikudaginn 24.október n.k. kl. 14.55, mæta á samtöðufundi og/eða taka þátt á táknrænan hátt í samstöðu um kröfuna um kjarajafnrétti. Laun verða ekki skert hjá þeim konum sem taka sér frí frá vinnu vegna þessa. Forstöðumenn stofnana eru beðnir um að haga skipulagi starfsins þennan dag á þann hátt að …

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni

Öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára fá styrk til frístundaiðkunar. Framlagið er kr. 20.000 á ári og er markmið þess að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: Skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í amk. 10 vikur. Þetta á …